Ég hef ekki skrifað grein inn á huga lengi og ég held að ég hafi ekki skrifað grein inn á þetta áhugamál áður.

Það sem mig langar að tala aðeins um er bíómyndin war of the worlds sem ég sá í gær, 29. Júní.

Eftir að ég gekk út af myndinni var ég frekar ánægður með mjög skemmtilega og spennandi bíó-upplifun. Þessi tilfinning entist mér ágætlega yfir daginn þar til ég þurfti að mæta í vinnuna(ég vinn næturvinnu). Þá fór ég að hugsa aðeins eins og ég geri stundum.

Ég fór að hugsa að það væri svolítið ótrúlegt að ef geimverur eru það tæknilega þróaðar að þær geti flutt sjálfar sig og/eða heilan her frá einu sólkerfi til annars að þær myndu ekki passa sig á því að verða fyrir barðinu á örverum. Samkvæmt bíómyndinni þá voru drápstólin sem komu upp úr jörðinni grafin þar niður einhvern tímann áður en árásin átti sér stað. Semsagt þau komu ekki niður þegar árásin var að hefjast heldur voru þar fyrir. Það er náttúrulega ekkert tíundað um það hvenær vélarnar voru grafnar en þetta bendir til þess að undirbúningurinn fyrir innrásina hefur staðið í þónokkurn tíma.

Velti enginn geimvera því fyrir sér þegar á undirbúningnum stóð hvort að örveruheimurinn á jörðinni væri þeim kannski fjandsamlegur og því þyrftu þær kannski annaðhvort að sleppa því að ráðast á jörðina eða kannski passa sig á því að anda ekki loftinu að sér? Þá kemur að annarri spurningu.

Af hverju þurftu þær yfirleitt að vera í tækjunum til þess að stjórna þeim. Ég hefði haldið það að verur með tæknikunnáttu til að koma heilum her milli stjörnukerfa gætu kannski fundið upp á einhvers konar fjarstýringu. Nútímaherir í dag eru þegar byrjaðir að prufa sig áfram með slíkan búnað. Ég minnir að bandaríkjamenn og eða japanir hafi einmitt prufað sig áfram með slíka skriðdreka í seinni heimsstyrjöldinni. Þessar geimverur hljóta að vera komnar fram úr tæknikunnáttu okkar jarðarbúa eins og hún var á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð.

Hefði ekki verið sniðugra að senda niður vélar eða grafa þær niður einhverjum þúsundum árum á undan (ég ætla ekki einu sinni að fara að tala um það) sem væri svo hægt að fjarstýra utan úr geimnum. Svo þegar allt hafaríið væri búið þá gætu geimverurnar haldið áfram að fjarstýra vélunum til að “teraforma” landið eða hvað það var sem þær ætluðu sér að gera í myndinni.

Annar fýsilegur möguleiki væri kannski að skapa einshvers konar örveru eða veiru. Ég væri ekkert hissa þó að í vistkerfi sem geimverur kæmu frá væru einhvers konar örverur sem væru mannkyninu skeinuhættar. Kannski hefðu geimverurnar frekar átt að eyða tímanum í að finna og/eða þróa slíka örveru sem myndi svo eyða mannkyninu án þess að þurfa að standa í því að búa til einhverjar drápsvélar. Þá gætu geimverurnar bara beðið út í geimnum þar til farsóttin væri gengin yfir og allir dauðir.

En það er kannski ekki hægt að amast allt of mikið út í slíka hluti enda er myndin byggð á sögu eftir H.G. Wells og þar sem hann var uppi fyrir tíma tölvu- og genavísinda þá er ekki hægt að ætlast til að bókin beri þess einhver merki né heldur kannski myndin. Samt læðist að mér sú hugdetta að kannski hefði verið hægt að færa myndina í aðeins trúverðulegra form.

Það hefði breytt miklu fyrir mig ef þeim hefði kannski dottið í hug að hafa fjarstýrðar drápsvélar og svo þegar geimverurnar koma á jörðina í hlífðarbúnaði þá verður kannski einni þeirra óvart á og sýkist án þess að gera sér grein fyrir því. Svo í kjölfarið þegar þær fara aftur upp í móðurskipið þá smitar geimveran hinar geimverurnar og svo koll af kolli. Þá hefði verið hægt að skrifa sama endi á myndina nema hvað að vélarnar hætta að virka og geimskipin þeirra hrapa niður til jarðar og brenna annaðhvort upp í heiðhvolfinu eða brotlenda á jörðinni.

Þetta finnst mér mun betri endir en aftur á móti er ég ekki handritshöfundur og ætti kannski ekki að segja mikið.

En þar með er mér ekki lokið.

Það er eitt annað í myndinni sem truflaði mig svolítið. Þegar líða tekur á myndina þá nær ein af vélunum Tom Cruise og dóttur hans. Þá vill svo til að hann Tommi heldur á belti fullu af handsprengjum. Svo þegar vélin ætlar að “harvesta” Tom þá tekst honum að taka pinanna úr handsprengjunum og koma þeim fyrir inn í drápsvélina sem veldur að sjálfssögðu sprengingu og verður vélinni og þeim sem inni í henni eru að aldurstilla.

Það sem truflar mig við þetta er að þegar herinn var að reyna að berjast á móti vélunum þá var einhverskonar orku-skjöldur sem umlykti þær og ollu því að öll fallbyssu eða loftskeyti sem send voru að þeim sprungu áður en þau gátu valdið skaða. Það sem atvikið með Tomma bendir hinsvegar til er að sprengiefni sem er ekki í virku ástandi gæti faktístk séð komist inn fyrir skjöldin.

Því finnst mér það svolítið skrýtið að hermennirnir hefðu ekki getað fellt nokkrar af vélunum. Það ætti að vera mögulegt fyrir hermenn að fela sig í húsasundum þar til ein af þeim labbar fram hjá í leit að fleiri fórnarlömbum og hlaupa svo hratt að einum af fótleggunum og skella snöggvast á einni C4 sprengju. Við líminguna verður sprengjan virk með nokkurra sekúnda niðurtalningu til að gera hermanninum kleift að hlaupa aftur í skjól. Það þyrfti kannski ekki einu sinni að gera það. Þú gætir fyllt bíl eða bíla af sprengjum og fjarstýra þeim svo að vélunum og þegar bílarnir eru komnir inn fyrir skjöldin þá geturðu sprengt þá upp.

Þá segir kannski einhver að ástæðan fyrir því að handsprengjurnar hans Tomma sprungu ekki þegar hann var tekinn var vegna þess að þá var búið að slökkva á orku-skildinum. Hugsanlega er hægt að nota sætta sig við slíka útskýringu.

Þetta voru þeir meginpunktar við myndina sem trufluðu mig og var þessi grein í sjálfu sér ekkert annað en að koma þessu á framfæri og hugsanlega skapa einhverja umræðu.

Varðandi myndina sjálfa þá er ég samt sem áður nokkuð sáttur við hana þó að ég hafi útlistað nokkuð greinilega vantakanta sem ég sá við hana. Það sem bjargaði myndinni að mínu mati var stórkostlegur leikur Tom Cruise og stelpunar. Ég hef lengi haft gaman af Tom Cruise en í þetta skiptið þá sýndi hann mér eitthvað sem ég vissi ekki að hann hefði.

Það breytir því þó ekki að ef myndin hefði verið í höndum einhvers annars en leikstjóra af sama kalíber og Spielberg þá hefði þessi mynd hugsanlega orðið lítið annað en heimsk útgáfa af Independence day. Handritið býður allaveganna ekki upp á meira að mínu mati:)

Annars hef ég í bili ekki meira að segja.

Rock on.
Greatness.