Ég væri hissa ef margir þekkja þetta nafn, <a href="http://us.imdb.com/Name?Bakshi,+Ralph">Ralph Bakshi</a>, hann hefur samt haft gríðarleg áhrif á teiknimyndagerð fyrir fullorðna.

Ralph Bakshi átti að baki feril við að leikstýra venjulegum teiknumyndum fyrir börn en árið 1972 breytti hann ásýnd teiknimynda.

Fritz the Cat var fyrsta teiknimyndin sem var X-rated, það þýðir ekki að í henni sé gróft klám en hetjan okkar lendir nú í ýmsum ævintýrum sem tengjast kynlífi og fíkniefnum. Við fáum að sjá ketti með brjóst og atriði með hópsexi.

Næstfrægasta mynd Bakshi var tilraun hans til að teikna Lord of the Rings, honum tókst bara að gera fyrsta hlutann og fékk síðan ekki fjármagn fyrir framhaldinu.

Uppáhaldsmyndin mín eftir Bakshi var talin af mörgum hálfgerð æfing fyrir LotR og hét Wizards.

Wizards gerist í framtíðinni þúsund árum eftir að kjarnorkustyrjöld hefur gengið yfir, við fáum að sjá huldufólk, stökkbreytinga, galdramenn og fleiri berjast um yfirráð í þessum heimi. Myndin er með stórundarlegan húmor og er oft ægilega ósmekkleg, ef þið getið fundið hana þá mæli ég með henni.
<A href="