Hail To The King Baby! Jæja, hið ofur-aktíva myndbandafélag NFMH (Nemendafélag menntaskólans við Hamrahlíð) mun halda sitt annað myndbandakvöld á jafnmörgum vikum næstkomandi þriðjudagskvöld (14. okt) í Norðurkjallara MH.

Að þessu sinni verður ekki aðeins ein mynd sýnd heldur heilar tvær!
Þetta eru meistarverkin Evil Dead 2 og Army of Darkness (Evil Dead 3).

Evil Dead 2 (http://imdb.com/title/tt0092991/) er frá árinu 1987 og er í raun endurgerð fyrstu Evil Dead myndarinnar, nema gerð fyrir meiri pening og með meiri húmor. Á meðan fyrsta Evil Dead myndin var nokkurnvegin hrein hrollvekja stílar framhaldsendurgerðin mun meira inn á hómor og geðveiki og er hugsanlega ein fyndnasta mynd sem ég hef nokkurntíman séð. Að vanda er költgoðið Bruce Campbell í hlutverki hins seinheppna búðarafgreiðslumanns “Ash” sem neiðist til að berjast við ógrynni af uppvakningum þegar hann gerir þau mistök að lesa upphátt upp úr “bók hinna dauðu”í rómantískri sumarbústaðarferð með kærustu sinni. Efitrleikurinn er alveg fáránlega blóðugur og ógeðslega fyndinn þar sem Ash þarf meðal annars að afhöfða kærustuna sína og berjast við sína eigin hönd með keðjusög.
Myndin er leikstýrð af Sam Raimi sem m.a. hefur gert “A Simple Plan” og nú síðast überhittið “Spider-Man”

Army of Darkness (http://imdb.com/title/tt0106308/) tekur upp þráðin aþr sem ED2 endaði. Nú hefur Ash lant á miðöldum fyrir tilstilli eigin heimsku og álpast nú til að vekja upp heilann her af uppvakningum sem hann þarf að berjast við með afsagaðri haglabyssu, keðjusög og öðrum tiltækum tólum, einnig þarf hann að berjast við illa zombie útgáfu af sjálfum sér semog rekkja með eins mörgum miðaldarmærum og hann mögulega getur.
Enn og aftur er Sam Raimi við stjórnvölinn og Bruce Campbell í aðalhlutverki.

Þessar myndir eru með vinsælustu költ myndum sem gerðar hafa verið og gerðu leikstjórann Sam Raimi að eftirsóttum Hollywood leikstjóra og stjörnuna Bruce Campbell og költ goði sem dýrkað er um heim allan.

Allir kvikmyndaunnendur eru skyldugir að mæta á þennan sveitta tvíleik og bara allir sem mögulega geta haft gaman af meinfýsnislega fyndum splatterhorror geðveikismyndum.

Aðgangseyrir er að vanda 50 Kr. fyrir meðlimi NFMH og 200 Kr. fyrir þá sem ekki eru í nemendafélaginu eða einfaldlega ekki í skólanum.
gamanið hefst svo klukkan 20:00 og stendur til um 23 (myndirnar eru rétt rúmlega 80 mínútur hvor).