Titill: FRIDAY THE 13TH: PART 2.
Framleiðslu ár: 1981
Lengd: 85 mín.
Aðalhlutverk: Adrienne King, Amy Steel og John Furey.
Framleitt af: Paramount Pictures INC, Georgetown Production.

Þegar þið hélduð að ykkur væri óhætt að fara aftur í sumarbúðirnar…

Fimm árum eftir hið hryllilega blóðbað í Crystal Lake sumarbúðunum ákveða einhverjir vitlaysingar að opna aftur sumarbúðirnar með þessum líka þvílíku afleiðingum.

Jason er kominn á sjónarsviðið og drepur hann allt sem hreyfist og ef það hreyfist ekki, hreyfir hann það.

Þegar allir eru búnir að koma sér fyrir fara morðin að byrja og hver og einn tínir tölunni, sama þótt manneskjan sé í hjólastól eða að fá sér að ríða, allir munu falla fyrir hendi Jason's því hann er óstöðvandi morðvél með eitt í huga: að drepa alla Leiðbeinendurna til að hefna dauða móður sinnar (Sem var að hefna dauða Jasons). Þegar fólkið í sumarbúðunum er eiginlega allt dautt eru 2 manneskjur eftir 1 stelpa og 1 strákur sem eru saman (týpískt í hryllingsmynd) Jason kemur og reynir að drepa þau (Þau drápu hann næstum því 2 mínútum áður) en þau ná að snúa blaðinu við og drepa hann, það dugði ekki.

Þegar maður er búin/n að sjá þessa mynd fer maður aðeins að hugsa um hana og þegar öllu er á botnin hvolft er þetta bara ágætis skemtun (Fyrir þá sem fíla hryllingsmyndir).
***/*****