Sælt veri fólkið. Ég er að fá allskonar ábendingar um það að hægt sé að taka upp mynd með digital myndavél til þess að fá hin raunverulegu filmugæði. Með því að hafa vélina stillta á 24 ramma á secundu en það er svolítið meira nefninlega en bara það. Sjálfur starfa ég sem sýningarmaður í bíó og er þar allt á filmum eins og gengur og gerist. Margir vita það að af 35mm kvikmyndafilmu er fólk að horfa á 24 ramma á secundu en það sem að færri vita er að hver rammi blikkar tvisvarsinnum á tjaldinu til þess að áhorfendur verða minna varir við rammaskiptingu. Getur maður allveg stillt þessar digitalvélar svona þannig að hún taki upp 24 ramma á sekúndu en láti hvern og einn ramma blikka tvisvar. Þannig ætti maður einna hellst að ná hinum raunverulegu filmugæðum. Er annars að fara í næstu viku í nýherja og skoða vélar hjá þeim. Held að ég sé nú ekki að fara að kaupa mér nýja, þeir eru víst líka að selja notaðar vélar skillst mér, er einhver ákveðin vél þarna sem að þið hafið skoðað og teljið nógu góða?
Cinemeccanica