Ég var að horfa á Samurai Yuhi og langaði að koma með nokkra punkta. Ég ætla að byrja á þeim “slæmu” þ.e því sem betur hefði mátt fara. Hljóðsettningin og hljóðmixið fannst mér ekki tilkomu mikið, það heyrðust hljóð í cameruni, hvort sem það var suð eða þegar hún var hreyfð. Mér fannst laga valið geta hafi verið betra og klippingin í sambland við myndatökuna var alls ekki góð.

Góðu punktarnir eru þeir að ég hefði aldrei trúað að ég mundi sjá svona sviðsmynd í stuttmynd sem ég mundi finna hérna þannig að stórt kúdos fyrir það. Propsið þ.e búningarnir, hatturinn, samurai sverðin var allt mjög flott og hélt manni við efnið. Strákarnir tveir sem léku samuraiana greinilega vissu hvað þeir voru að gera og þarf ekki að segja mér að þeir hafi ekki lært eitthvað með meðhöndlun samurai sverða. Að lokum fannst mér frábært að heyra japönskuna því ég horfi mikið á anime og að heyra framburðinn hjá þeim var því algjör snilld.

Ég er alls ekki að reyna vera leiðinlegur með því að vera svona dómharður bara ef að slæmu punktarnir væru lagaðir þá gæti þetta verið algjör snilld. Ég sjálfur hef verið að gæla við þá hugmynd að gera einhvers konar stuttmynd tengda samurai sverðum en hef bara ekki komið mér í það, þess vegna finnst mér vera svo mikið potential hjá ykkur að gera góða mynd.

Haldið áfram á þessari braut og þá kemur þetta allt með tímanum.