las þessa grein um daginn á www.logs.is

" Ólafur Jóhannesson gerir stuttmynd fyrir Nokia

Nokia símafyrirtækið gefur út nýjan síma í júlí sem kallast N93 (sjá www.nseries.com) sem getur ekki talist í frásögur færandi nema fyrirtækið ákvað að fá þekkta leikstjóra víðsvegar að úr heiminum til að gera stuttmyndir á símann sem ku vera byltingarvaldur á sviði myndavélasíma hvað gæði varðar. Valdir voru um tuttugu leikstjórar með Gary Oldman fremstan í flokki. Ólafur Jóhannesson leikstjóri var enfremur valinn í þennan hóp.

Aðspurður segir Ólafur að þetta hafi komið sér nokkuð á óvart. “Ég hélt satt að segja að þetta væri gabb og svaraði með neikvæðum athugasemdum við tilboðið, sem þeir voru afar ánægðir með að fá.”

Og Ólafur heldur áfram: "Þeir fundu mig á internetinu og hafa greinilega haldið að ég væri eitthvað frægur. Þetta var eitthvað ógurlegt leyndarmál, það mátti ekkert tala um þetta. Satt best að segja hélt ég að þetta væri eitthvað ógurlega vel skipulagt Nígeríusvindl. Svo þegar það kom maður sérstaklega hingað til landsins í ellefu tíma með einhverja tösku sem best verður líkt við leigumorðingjatösku þá stóð mér ekki alveg á sama. Sem betur fer var nú bara þessi nýji sími í töskunni og við tókum upp stuttmynd á tveim dögum og það verður að segja eins og er að gæði eru lyginni líkust.

Ólafur segir flestar stuttmyndirnar vera tækifærismyndir af götum og fólki. ”Við ákváðum hinsvegar að búa til sögu sem fjallar um þunglyndan engil í Reykjavik. Það var Jóhann G. Jóhannsson sem lék aðalhlutverkið og Pavel E. Smid samdi tónlist fyrir verkið. Held að lokaútgáfan sé um 70 sekúndur, þannig að kannski er þetta örmynd meira en stuttmynd.“

Stuttmynd Ólafs og annarra leikstjóra mun birtast á kynningarsíðu Nokia á næstu vikum þar sem þær verða kynntar með reglulegu millibili.”


svo fór ég inná nokia.com síðuna og leytaði að þessum vídeóum en fann reyndar ekki…en fann þetta ;

“Adobe and Nokia Join Forces to Bring Consumers a Complete Video Editing Solution”

Þetta er reyndar bara adobe elements 2 forritið sem þeir eru að tala um en það mun fygja þessum símum…elements er nú ekkert premiere pro 2 en það er skömminni miklu skárra en windows movie maker…

þá fór ég að pæla fyrst að adobe er að sýna þessu áhuga hlýtur gæðin að vera allt í lagi á þessu…fiskaði eithvað áfram í leit af því og viti menn:

“Featuring DVD-like video capture at 30 frames per second, a 3.2 megapixel camera with Carl Zeiss optics and 3x optical zoom with video stabilization, the Nokia N93 offers users digital camcorder benefits without compromising mobile phone functionality and ease of use. Adobe Premiere Elements 2.0 software brings Nokia N93 users unparalleled control and multiple options for creative digital video editing with a self-adjusting workspace and DVD menu customization. With Adobe Premiere Elements 2.0, owners of Nokia N93 can experiment with hundreds of professional transitions and effects and burn videos to DVD, one of many formats the software supports.”


skrambinn ! 3.2megapixlar og carl zeiss linsa…mér finnst það bara nokkuð spennandi miðað við bloody síma…

ef einhver finnur þessar stuttmyndir á netinu endilega posta linkum hingað…
Sleepless In Reykjavik