Ég hef margoft pælt í því hvað kvikmyndatökumenn & klippifólk hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum og sjónvarpsstöðvum Íslandi hefur lært eða lagt á sig til að komast í föst störf í þessum harða bransa.

Eru til dæmi um að menn hafi lært þetta algjörlega upp á eigin spýtur? (veit t.d. að Friðrik Þór fór aldrei í neinn kvikmyndaskóla)

Er ekki mikið af innlendu dagskrárefni í dag unnið sem verktakavinna? Vitið þið um einhver verðdæmi hvað sjónvarpsstöðvar hafa verið að borga fyrir freelance þætti?

Einn forvitinn…
“True words are never spoken”