Þetta er alveg merkilegt. Washington eru búnir að vinna sjö leiki í röð núna og er með 12 leiki unna og 12 tapaða. Maður hefur ekki séð svona góðann árangur hjá þeim síðan þeir hétu Washington Bullets 1995-96 þá unnu þeir 42 leiki og töpuðu 40.
Nú seinast unnu þeir Atlanta 103-76 þvílíkt burst !!! Michael Jordan skoraði 23 stig og í öðrum leikhlutan þá hitti hann níu skotum í röð á móti Toni Kukoc fyrrverandi félaga sínum hjá Chicago Bulls og hann var orðinn svo hundsvekktur að Lenny Wilkens þjálfari Atlanta setti Shareef Abdur-Rahim á Jordan í staðinn.
Jordan er að fá miklu meira út úr félögum sínum í Washington liðinu en áður. Richard Hamilton skoraði 20 stig, Chris Whitney 13 stig og Brendan Haywood varði 7 skot. Ég held að með þessu áframhaldi takist Michael Jordan enn einu sinn hið ótrúlega og komi Washington í úrslitakeppninga !!!!