Í fyrra komst Utah í playoffs, en núna verður það að teljast mjög ólíklegt að það endurtaki sig. Þá myndast eitt pláss í Vesturdeildinni og ég spái því að Houston, Seattle og kannski Memphis eða Denver (samt frekar ólíklegt) munu berjast um sæti Utah í playoffs. Houston og Seattle verða samt líklega að berjast þarna um 8. sætið. Önnur lið verða fyrir neðan.

Milwaukee náði 8. sætinu í playoffs í fyrra en núna eru þeir með lið sem telst heppið að vinna yfir 30 leiki. Ég giska á að Chicago Bulls nái sætinu af Milwaukee. Ég sé ekki hvaða lið ætti að veita Bulls mikla baráttu um þetta sæti, NY Knicks eru ekki nógu góðir og Miami eru sennilega ekki nógu vel slípaðir saman.