Leikur 7 framundan hjá Lakers og Kings Ómótstæðilegur kraftur Shaquille O'Neal neyddi Kings til að keppa 7. leikinn í Vesturdeildar úrslitunum.

Með sínum einstöku hæfileikum náði O'Neal 41 stigum og 17 fráköstum og átti mestan hlut í að Los Angeles Lakers héldu sér frá útrýmingu með 106-102 sigri gegn Sacramento Kings.

Leikur 7 verður á heimavelli Kings, sunnudagskvöld, og fá þá Kings tækifæri til að steypa Lakers af stóli, sem berjast nú fyrir að ná titlinum 3. skiptið í röð. Það lið sem vinnur þessa seríu leikur gegn New Jersey Nets í úrslitunum sem byrja á miðvikudaginn.

O'Neal skoraði 12 stig í spennandi 4. leikhluta, svo maður tali ekki um flott “reverse-layup” þegar 52 sekúndur voru eftir, sem var fyrsta karfa liðsins eftir 6 mínútur án stiga, þessar mínútur gáfu Kings 101-98 forystu.

Lakers sýndu sinn sanna “meistara-baráttuhug”, með því að hitta 14 af 16 vítaskotum síðustu 3 mínúturnar, þeir þurftu á sem flestum að halda því Kings héldu áfram að vera þeim erfiðustu andstæðingarnir síðan þeir unnu fyrst titilinn.

Janfvel með hetjulegum leik Shaq, og 31 stigum frá Kobe Bryant rétt náðu þeir að sigra hina geysisterku Sacramento Kings, og senda seríuna í leik 7, sem mun skera út um hverjir keppa gegn New Jersey Nets í úrslitum NBA deildarinnar.