Atlanta Hawks Ég ætla að fjalla hér pínu um mitt lið, Atlanta Hawks.

Ég byrjaði að halda með Atlanta eftir síðasta tímabil, þangað til var ég Lakers aðdáandi. En það er eitthvað við Atlanta sem heillar mig. Til dæmis hafa tveir af þrem uppáhaldsleikmönnum mínum verið Atlanta menn. Það eru þeir Anthony “Spud” Webb og Dominique Wilkins, einnig þekktur sem “Human Highlight Film”. Fyrir ykkur forvitnu, þá er sá þriðji Michael Jordan, að sjálfsögðu!

Atlanta hefur ekki byrjað leiktímabilið vel. Það vita flestir sem fylgjast eitthvað með NBA. Níu tapleikir í röð. Lægstir í SouthEast riðlinum, lægstir í Austurdeildinni, og lægstir í NBA deildinni. Það er nokkuð slæmt. Eiginlega mjög slæmt. Léleg byrjun.

En, þetta er ungt lið. Tveir nýliðar sem fá að spila mikið, enda eru þeir nokkuð góðir. Marvin Williams og Salim Stoudamire. Þess má geta að Salim Stoudamire og Damon Stoudamire eru frændur og eru mjög nánir, að sögn Salim's.

Marvin Williams er með svokallaða “rookie diary” eða “nýliða dagbók” á netinu. Hana er hægt að finna á www.nba.com/hawks

Með Tony Delk, Josh Childress, Tyronn Lue, Josh Smith, Salim Stoudamire og Marvin Williams, Joe Johnson, Al Harrington ætti þetta lið nú alveg að standa sig.

Miklar breytingar hafa verið í gangi hjá Atlanta Hawks undanfarið og ég veit að þessir leikmenn eru ekki búnir að smella saman. En hver veit, kannski finna þeir hvorn annan og byrja að þekkja hvorn annan inná vellinum. Þá fer allt að ganga.

Ég spái því að næstu ár hjá Atlanta Hawks verði mikið betri en þetta tímabil, því eins og ég sagði, er liðið ungt og á eftir að smella saman.

Afsakið ef það eru einhverjar innsláttarvillur, því ég skrifaði þetta á stuttum tíma. (Tók mig aðeins um 10 mínútur að gera þetta) Ég er nýr hér á Huga, þannig að ég vill alveg endilega að þið gagnrýnið þessa grein. Ég tek öllum gangrýnum, líka slæmum. Ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta sé nógu langt hjá mér til að teljast grein. En ef þið eruð ánægðir/ánægð með þennan pistil hjá mér, þá hef ég hugsað mér að skrifa meira í framtíðinni og reyna að vera virkur í þessu áhugamáli mínu. Kannski skrifa ég hérna einhverntímann um sögu Atlanta, en þá verð ég að notast við heimildir.

En ég ætla að reyna að vera virkur notandi. Því ég einfaldlega elska þennan leik.

“Basketball is life” eins og einhver snillingur orðaði það hér um árin.

Þessi pistill er byggður á mínum eigin heimildum.

Ég kveð að sinni, með körfukveðju.
Q-Tip