Nú á fimmtudaginn verður háður úrslitaleikur fyrir Keflvíkinga í Eurocup Challenge, en það er Evrópukeppnin á vegum FIBA.

Ég veit vel að það eru ekki næstum því allir hérna Keflvíkingar, en ég er nokkuð viss um að langflestir hér eru aðdáendur körfubolta hérlendis. Við styðjum landsliðið okkar saman, enda er það fulltrúi Íslendinga gegn öðrum þjóðum. Það er akkúrat það sama með Keflavík, þeir eru fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni.

Mér skilst að það hafi mátt heyra saumnál detta í Lettlandi og því má gera ráð fyrir því að Lettarnir séu óvanir látunum sem íslenskir stuðningsmenn geta framkallað. Við sáum öll hvað íslenskir stuðningsmenn og konur eru öflug í úrslitakeppninni í fyrra.

Þess vegna vil ég hvetja alla að mæta og styðja við bakið á fulltrúum ÍSLENSKS KÖRFUBOLTA og aðstoða við að ná 19 stiga sigri, en það er vel mögulegt hægt að vinna upp þennan mun, en til þess þurfum við öll að standa saman.

Leikurinn er sem fyrr segir á fimmtudagin, en ég geri ráð fyrir að hann hefjist kl. 19.15. Það kostar 1000 kall inn.

MÆTUM ÖLL OG STYÐJUM VIÐ BAKIÐ VIÐ KEFLVÍKINGUM ÞVÍ ÞEIR ERU FULLTRÚAR ÍSLANDS Í ÞESSARI KEPPNI !