Seattle “Super”Sonics hafa ekki spilað vel uppá síðkastið, og er það vægt til orða tekið. Eftir frábær byrjun hjá Nate McMillan sem þjálfara, hefur liðið dalað gífurlega. Þeir töpuðu fjórum leikjum í röð í síðustu viku og nú bíður maður eftir því að hinn kjaftfori fyrirliði þeirra, Gary Payton, fari að tala um að hann vilji vera í liði sem á möguleika á titli. Liðið er samansett úr ágætis mönnum, Payton á að leiða liðið, Vin Baker á að vera staðgengill Kemps, enn er svo hryllilega latur að það er ekki hægt að nota hann og síðast enn ekki síst er gamla styrnið Patrick Ewing kominn til liðs við Sonics og varla getur hann gert mikið, 38 ára gamall. Hinsvegar hafa minni spámennirnir verið að standa sig, þar nefni ég helst Rashad Lewis og Jelani McCoy.

Rick Pittino sagði af sér í þjálfarastöðu Boston Celtics, enn hann hefur verið formaður liðsins og forseti undanfarin ár. Lítið hefur gengið hjá liðinu síðan Larry Bird, Kevin McCale og Robert Parrish hættu eða fóru. Þá átti Reggie Lewis að leiða liðið enn hann dó á æfingu, því má segja að allt hafi gegnið á afturfótunum. Enn nú er öldin önnur, Paul Pierce og Antoine Walker eru nýja kynslóð NBA leikmanna enn virðast ekki vera að ná að leiða liðið þangað sem stjórnin vill. Mann finnst Boston liðið helst vanta sterka stórstjörnu inn í liðið, gaman verður að sjá hvað þeir gera með nýjum þjálfara.

Nýliðavalið verður að sjálfsögðu á næsta tímabili og eru menn nú farnir að spá í spilin hverjir verða þeir líklegustu til að spóka sig í NBA deildinni. Hér er listi yfir þá líklegustu

5. Troy Murphy - Notre Dame, 6-10, F Mjög hreyfanlegur framherji, fjölhæfur mjög.
4. Eddy Curry - Thronwood HS – C, 6-10 Ákaflega sterkur Center, eina sem háir honum er að hann er ekki nógu stór til að verða nr.1.
3. Shane Battier - Duke, 6-8, F Draumur allra þjálfara, hreinn talent, verður frábær í deildinni.
2. Zach Randolph - Michigan State, 6-10, F/C Stór og fljótur, nógu góður til að eiga allt nálægt körfunni, er í sterkur liði og verður draftaður fljótt.
1. Eddie Griffin - Seton Hall, 6-9, F Ætti að fara að máta Wizards búning, því hann verður fyrstur í valinu. Frábær leikmaður, fjölhæfur og sterkur!