76 ers hafa átt erfitt updráttar undanfarið og tapað 8 af síðustu 10 leikjum þar á meðal 5 í röð og er recordið þeirra núna komið niðrí 19-17 rétt yfir 500% vinningshlutfalli.

Lakers virðast vera að rétta aðeins úr kútnum og hafa unnið 3 í röð í fursta skipti í vetur og 6 af síðustu 10, þeir eru núna 16-20 og komnir uppað hlið
Seattle sem hefur átt erfitt undanfarið og tapað 8 af síðustu 10 og 4 í röð.

Dallas eru ennþá með langbestan árangur í deildinni með 30-5 og ghafa unnið 5 í röð þrátt fyrir smávægnleg meiðsli á nokkrum leikmönnum,t,d Nash,Lafrents,Nowitski ofl.

En Kings eru sennilega með besta liðið í vetur og hafa þeir sigrað öll toppliðin sem þeir hafa mætt til þessa meðal annars Dallas og Nets örugglega, Kings eru 27-10 en það sem gerir þetta ennþá merkilegra er að þeir hafa átt við gríðarlega mikið af meiðslum Mike Bibby hefur aðeins spilað 10 leiki,Peja Stojakovic hefur mist ú 10 leiki, Turkoglu 9 leiki, Gerald Wallace 9 leiki, Webber 5 leiki, Bobby Jackson sem var að spila frábærlega fyrir meiðslin með 19 stig að meðaltali í leik er búinn að missa úr 7 leiki núna.
Þeir eru með rosalegt lið!

Orlando hefur átt erfitt og með meiðsli Grant Hill sem virðast aldrei ætla að fara,hafa þeir núna tapað síðustu 6 af 10 leikjum og eru komnir niðrí 500% vinningshlutfall með 19-19 það er vonandi fyrir þá að Hill geti spilað meira en 10 mín í leik því ef það gerist eru á meðal bestu liða í deildinni.

Nets hafa verið að spila vel í vetur og hafa einn leik á Pacers í austurdeildinni með 27-10 og þar á meðal 9 sigra í síðustu 10 leikjum verst með Nets er að þeir hafa tapað sannfærandi fyrir tveim toppliðunum fyrir vestan fyrst Dallas og svo Kings sem unnu þá með 30 stiga mun.

Pacers hafa komið á óvart í vetur og leiða sinn riðil með 26-10 þar á meðal unnið 7 af síðustu 10 leikjum og 3 í röð. Ungu stjörnurnar ONeal,Harrington,Artest hafa verið að spila frábærlega ásamt restinni af liðinu sem hafa allir unnið sín verk með príði.

Washington hafa verið að spila betur eftir því sem hefur liði á tímabilið og eru með 18-18 inní úrslitakeppninni eins og er og ef þeir halda áfram að spila vel gætu þeir endað í 7-5 sæti inní úrslitakeppnina og vildi ég ekki vera liðið sem mætir MJ og félögum þar! Hughes og Stackhouse hafa verið að spila mjög vel.

En ef úrslitakeppnin væri í dag myndi hún líta svona út.
Austur
1 Nets 27-10
2 Pacers 26-10
3 Pistons 24-10
4 Celtics 20-15
5 76ers 19-17
6 Hornets 20-18
7 Magic 19-19
8 Wizards 18-18
Næstu lið á eftir eru Bucks 15-20,Knicks 13-20 og Hawks 13-22
Vestur
1 Dallas 30-5
2 Kings 27-10
3 Suns 23-14
4 Spurs 22-14
5 Blazers 21-14
6 Utah 21-14
7 Houston 19-15
8 Minnesota 19-16
Næstu lið á eftir Seattler 16-19, Lakers 16-20, Warriors 15-20, Clippers 14-20.