Ég veit að ég hef ekki verið neitt sérstaklega virkur hérna undanfarið en það er allt skólamáfíuni að kenna út af smá prófum og svona en ég hef núna tíma til þess að skrifa aðeins um það helsta sem hefur verið að gerast í NBA boltanum undanfarna viku.
Allen Iverson var valinn leikmaður síðastliðna viku í austurdeildinni og þótti hann leika mjög vel og leiddi 76ers í stigaskori með 34,8 stig í leik , var með 5,8 fráköst , 4,8 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Lið Philadelphiu hefur verið að spila mjög vel í vetur , betur en flestir bjuggust við og sitja í 1. sæti í Atlantshafsriðlinum með 12 sigra og 4 töp.
Kevin Garnett leikmaður Minnesota Timberwolves var síðan kosinn leikmaður vikunnar í vesturdeildinni. Í þessum 4 leikjum skoraði hann 23,3 stig á meðaltali , tók 16 fráköst og gerði 5,3 stoðsendingar.
Endurkoma tröllsins hjá Lakers hefur verið mikið í fréttunum en án hans hafa Lakers náð þeim “frábæra” árangri að vinna 3 leiki og tapa 9 og flestir bjuggust við að hann myndi rífa þetta lið upp. Það virtist ætla að fara þannig eftir fyrstu tvo leikina en þeir byrjuðu á því að sigra lið Chicago Bulls með 13 stiga mun. Í þeim leik lék O'Neal 21 mínútu og skoraði 17 stig og tók 7 fráköst. Í leik nr 2 þá sigruðu þeir Milwauke Bucks með 12 stiga mun og þar skoraði O'Neal 24 stig. Efir þessa tvo sigra bjuggust flestir við því að nú væri Lakers að koma aftur sem er fáranlegt að halda það eftir tvo auðvelda sigra og kom það í ljós að ennþá áttu þeir langt í leik þegar þeir mættu Miami Heat. Leikurinn endaði með 12 stiga stigamuni Miami Heat í vil. Svo mættu þeir Orlando Magic í næsta leik og töpuðu Lakers þar með 10 stiga mun og sitja þeir núna í næst neðsta sæti í Kyrrahafsriðlunum með 5 sigra og 11 töp.
Eftir draumabyrjun hjá Dallas Mavericks en þeir höfðu sigrað fyrstu 14 leiki sína og gátu jafnað metið yfir flesta sigra í byrjun tímabils með 15 sigrinum. Ekki fór allt eins og ætlaðist og tóku Indiana Pacers ekki hlýlega á móti þeim Dallas mönnun en Pacers hafa líka átt góða byrjun í ár. Leikurinn endaði með 110-98 sigri pacers þar sem Jermaine O'Neal skoraði 28 stig og tók 18 fráköst. Það mátti kannski rekja þetta tap til þess að Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 4 skotum af 20 , 0 af 8 þriggja en hins vegar 9 af 13 vítum. Steve Nash ætlaði ekki að láta lið sitt tapa og reyndi allt sem hann gat með því að skora 29 stig og 9 stoðsendingar.