Nýr kubbur; FH - Víkingur o.fl. Okkur stjórnendum datt í hug að gera nýjan kubb sem myndi halda utan um flestar þær fréttir sem berast af leikmönnum, liðum og fleiru. Hingað inn munum við líka senda úrslit leikja, umfjöllun um leiki og annað því um líkt. Ef þú hefur áhuga á að skrifa hingað inn þá skaltu senda mér skilaboð.

Sem fyrstu frétt ætla ég að skrifa aðeins um leik Fimleikafélags Hafnarfjarðar og Víkings sem leikinn var í gær á Kaplakrikavelli. Það var mikið stuð og mikil gleði í stúkunni þar sem Víkingarnir réðu öllu með söng sínum og flauti. Leikurinn byrjaði vel og lofaði góðu framan af og skiptust liðin á að fá góð færi - en hvorugt liðið náði að skapa sér dauðafæri þó svo að sum færin væru mjög efnileg. FH-ingar fengu nokkur hættuleg færi, en ekkert af þeim færum líktist dauðafærinu sem Palmer, leikmaður Víkings, fékk - en hann náði ekki að skora. Dómarinn stóð sig vel í fyrri hálfleik en hann missti kúlið algjörlega í seinni hálfleik - dæmdi ekki á ótrúlegustu brot og dæmdi mjög oft á saklaus ‘brot’ - og var það oftar en ekki FH í vil. Til dæmis, þá tók leikmaður FH boltann greinilega með hendinni þegar Palmer átti dauðafæri - en dómarinn hunsaði það.

Eins og áður sagði þá stóðu Víkingar sig betur í stúkunni er þeir kölluðu ‘Áfram Víkingur’ - ‘Kára í landsliðið’ og annað sem peppaði upp liðsandann í Víkingsliðinu.

Leikurinn endaði 0 - 0, en samt sem áður skemmtilegur leikur.

-

Í dag var 22 manna landsliðiðshópurinn sem mætir Ítölum valinn og var Kári Árnason, leikmaður Víkings, valinn í liðið. Kári er einungis 21 ára gamall, og verður 22 ára í október. Kári er mjög efnilegur leikmaður og vonandi fær hann að spila á móti Ítölum. Fleiri leikmenn sem voru valdir og spila í landsbankadeldinni eru þeir Birkir Kristinsson (ÍBV), Kristján Örn (KR) og Gunnar Heiðar (ÍBV). Allan hópinn má sjá <a href="http://www.ksi.is/ksi/Frettir/Tengifrettir2004/a_karla_2004_island_italia_hopurinn.pdf">hér</a>

Þess má einnig geta að Viktor B. Arnarson, Steinþór Gíslason og Sölvi Geir Ottesen, leikmenn Víkings, og Sverrir Garðarsson, Emil Hallfreðsson og Davíð Þór Viðarsson, leikmenn FH, voru valdir í U21 landsliðið sem mætir Eistum þann 18/8.

-

Önnur úrslit og stöðu deildarinnar má sjá á áhugamálinu sjálfu.

Takk fyrir,
Hrannar Már.