Leikurinn í dag var ekki ýkja skemmtilegur fyrr en í seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikur endaði 0-0 og var hann frekar daufur en þó sýndi Thierry Henry, framherji Arsenal, mörg snilldar tilþrif sem gaman var að horfa á.

Gilberto kom Arsenal yfir eftir frábært spilerí í gegnum vörn United. Alan Smith jafnaði metin síðan og svo skoraði Reyes flott mark fyrir Arsenal og staðan orðin 2-1. Svo varð Mikael Silvestre fyrir því óláni að skora sjálfsmark þannig að leikurinn fór 3-1 og Arsenal menn Samfélagsskjaldarmeistarar.