Í fyrsta lagi: Peter Crouch er ekki lélegur leikmaður. Lélegir leikmenn skora ekki 11 mörk í 16 landsleikjum. Það skiptir engu djöfulsins máli á móti hverjum er verið að keppa. Þessi þrenna sem ég er að tala um kom gegn Jamaica sem eru í 58. sæti heimslistans, fyrir ofan þónokkur lið sem voru á HM í sumar.
Í öðru lagi: Höfum það á hreinu að Peter Crouch kann ekki að hoppa.
Það er yfirleitt fólk sem hefur ekki hundsvit á fótbolta sem segir að Peter Crouch sé lélegur og mér sýnist það einmitt vera málið með þig.
Ég er ekki að fara að mótmæla því að hann sé ljótur en það er ekki samasem merki á milli þess að vera ljótur og lélegur. Ég leyfi mér að taka Ronaldinho sem dæmi…
Í guðanna bænum rökstyddu mál þitt, ekki bara koma með einhverjar leiðinda yfirlýsingar.
Þakka pent
Bætt við 8. desember 2006 - 01:23
Og já ég var að grínast þegar ég sagði: “Án efa besti knattspyrnumaður heimsins í dag.”