Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem fylgist með fótbolta að Pepsi deildin er hafin á nýjan leik og ansi athyglisverðir leikir hafa átt sér stað og óvænt úrslit.

Óvænt finnst mörgum að Valur hafi tekið Framarana, sem fylgdi svo í næsta leik með tapi gegn FHingum.

Íslandsmeistararnir í KR eru heldur ekki að byrja vel eftir jafntefli heima gegn Garðbæingunum í Stjörnunni og tapi á Akranesi gegn ÍA, sem sitja á toppnum ásamt Val.

Þetta er samt bara rétt að byrja. Hvernig spáið þið að þetta muni enda? Persónulega spái ég að titlinum verði steypt frá KRingum þetta sumrið, bara spurning hverjir. Ég held það verði FH og KRingar munu sitja í öðru sæti.

1. FH
--
2. KR
3. Stjarnan
4. Fram
5. Valur
6. ÍA
7. ÍBV
8. Keflavík
9. Breiðablik
10. Selfoss
--
11. Grindavík
12. Fylkir