Hverjir vinna titilinn? Verða það QPR eða Bolton sem falla? Mun Bolton takast hið ómögulega og bjarga sér? Verða það Arsenal, Tottenham eða Newcastle sem hrifsa þriðja og fjórða sætið? Kemur allt í ljós á morgun klukkan tvö. En hvað heldur þú að gerist?

X Chelsea - Blackburn    -    Leikur sem skiptir ENGU máli fyrir hvorugt liðið. Chelsea hvílir sennilega lykilmenn fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni því liðið er hvort eð er öruggt í sjötta sæti deildarinnar. Blackburn eru svo fallnir. Sé fyrir mér jafntefli hér

X Everton - Newcastle       -    Everton eru stigi á undan grönnum sínum í Liverpool og hafa uppá stoltið að keppa að enda loksins fyrir ofan þá rauðklæddu. Newcastle á enn séns á þriðja sætinu og ef allt er eðlilegt hjá þessum tveimur liðum munu þau bæði mæta dýrvitlaus í þennan leik. Hallast frekar að Newcastle sigri ef eitthvað, en mín spá er X.

1 Man City - QPR    -    Ætti maður ekki að vera raunsær og segja að City klári þetta. Ég hef lengi verið að segja að City gætu mætt stressaðir, en það gæti hinsvegar líka verið þveröfugt og þeir mæti dýrvitlausir og klári þetta vel. Megum samt ekki vanmeta QPR því þeir hafa að sætinu í úrvalsdeildinni að keppa, skyldi Bolton leggja Stoke að velli!

1 Norwich - Aston Villa    -    Með sigri komast Aston Villa hugsanlega uppí 15. sæti á undan Wigan (Efast samt um að Wigan fari að tapa fyrir Wolves), en ég sé ekki að það skipti Aston Villa miklu að lenda í 15. frekar en 16. sæti. Auk þess er Norwich að mínu mati bara með betra lið + Heimavöllinn. Norwich berst um 10. - 14. sæti og sitja eins og er í 13. sæti með 44 stig, líkt og Swansea og Stoke og eru stigi á eftir Sunderland og þremur á eftir West Brom.

2 Stoke - Bolton    -    Stoke eru búnir að sýna betri frammistöður á leiktíðinni en Bolton en hafa ekki margt um að keppa, við vitum hinsvegar að á góðum degi er Bolton klassalið og vinni þeir ekki þennan leik eru þeir fallnir. Því væri skynsamlegt að segja að þeir mæti vitlausir í þennan leik og þar sem City eru líklegastir til að vinna sinn leik, þá sleppa þeir. Það er mín spá.

2 Sunderland - Man Utd    -    United hafa reynsluna til að klára svona leik. Þeir tapa þá titilbaráttunni með sæmd eftir baráttu í síðasta leiknum og seiglu til að klára hann því þeir vita að QPR er ekki að fara að gefa neitt eftir gegn City og gætu stolið stigi.

1 Swansea - Liverpool    -    Þetta Liverpool lið er bara lítið að heilla mann í deildinni og ég get trúað því að pirringur fari um þá í þessum leik af því það er ekkert um að keppa fyrir þá nema að enda fyrir ofan Everton, sem gefur þeim þó fátt annað en heiðurinn. Svekkjandi fyrir Liverpool að vera að keppa aðeins um 7-9 sæti, sem er varla boðlegt fyrir eins stóran klúbb og Liverpool.

X Tottenham - Fulham    -    Fulham hafa sýnt að þeir eru hörkulið, en þeir reiða sig mikið á Clint Dempsey. Tottenham hafa verið að ströggla en hafa um Meistaradeildarsætið að spila og heiðurinn að því að enda fyrir ofan granna sína í Arsenal í fyrsta skipti síðan á fyrri hluta 10. áratugs síðustu aldar (en það er þó í höndum Arsenal). Það er aðeins spurning um hugarfarið og dagsformið þennan daginn hvort þeir klári þennan leik. Ég spái hinsvegar að þeir klikki á prófinu, því þeir hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. Ég vona, sem Arsenal maður, að ég sé ekki að jinxa þetta.

2 WBA - Arsenal    -    Trúi ekki öðru og það væri skelfilegt fyrir okkur Nallarana ef þeir ætla að fara að klúðra þessu núna. WBA hafa ekki mikið um að keppa en eru þó alveg týpískt lið til að standa í Nöllurunum. Ég trúi því hinsvegar að Captain Vantastic sjái um að skjóta Arsenal inní Meistaradeildina í gegnum þriðja sætið!

1 Wigan - Wolves    -    Wolves liðið eftir að þeir ráku Mick McCarthy er eitt lélegasta fótboltalið sem ég hef séð stíga á fótboltavöll á Englandi síðan Derby komu upp í úrvalsdeildina fyrir örfáum árum og féllu strax aftur. Með Wigan í þessu formi sem þeir hafa verið í undanfarið eru þeir miklu betra fótboltalið en Wolves og það þyrfti slys til að Wigan klári þetta ekki.