Jáms eins og margir hérna hafa kannski rekist á í fjölmiðlum þessa vikuna er að hugsanleg yfirtaka á Liverpool FC er að ganga í gegn á allra næstu dögum. Þar fer fremst í fararbroddi Kenny Huang en kenny þessi er kínverskur fjárfestir sem mun vera mjög áhugasamur um að eignast Liverpool FC. Hann ásamt 5 öðrum áhugasömum aðilum, er talinn líklegastur til að ná kaupum á félaginu þar sem þeir George Hillet og Tomas Hicks eru tilneiddir til að selja félagið vegna gríðar háum upphæðum sem þeir skulda Royal bank of Scotland. Skuldir sem eru taldar vera um 240 milljónir punda. Kenny þessi ætlar hins vegar ekkert að kaupa liðið á þá upphæð sem þeir kanabræður eru að óskast eftir (600 milljón pund)þar sem sú upphæð er algerlega útur korti. Hann ætlar hinsvegar að bjóðast til að greiða upp skuldir þeirra við bankann og eignast þar með Liverpool FC ásamt gríðar fjársterkum fjárfestum frá austurlöndum. Ef þetta gengur í gegn mundi Liverpool FC komast inná kínverskan markað ásamt samstarfsaðilum frá bandaríkjunum, Wallmart og Apple keðjunum svo eitthvað sé nefnt. Það mundi leiða til þess að Liverpool FC yrði öflugasta knattspyrnufélag jarðarinnar fjárhagslega. Lið sem gæti eitt hvaða upphæð sem þeir vildu til leikmannakaupa auk þess að klára framkvæmdir á nýjum leikvangi á Stanley Park. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum málum næstu daga en Kenny Huang hefur gefið stjórn Liverpool 10 daga umhugsunarfrest.

Bætt við 5. ágúst 2010 - 00:00
George Gillet átti þetta að vera*