Svipuð fyrirsögn og á fotbolti.net. Hins vegar ekki alveg rétt. Ég las þessa frétt:

http://www.fifa.com/aboutfifa/federation/administration/news/newsid=1097777.html#kakuta+drc+decision+reached

Og þar kemur fram að Chelsea er meinað að skrá leikmenn í allar keppnir næstu tvo gluggana. Sem sagt þeir mega kaupa leikmenn en ef þeir gera það að þá mega þeir ekki nota leikmennina. Það má sem sagt ekki búast við fleiri kaupum á leikmönnum hjá Chelsea þangað til Janúar 2011.

Chelsea þarf líka að greia Lens 170þús evrur í uppeldisbætur og Kakuta þarf að borga 780þús evrur, sem Chelsea skuldar jafn mikið í, sem og sætir hann núna 4. mánaða banni.

Ástæðan er alvarlegt brot á viðskiptum. Álíka brot í hlutabréfaheiminum myndi sæta fangelsisvist ef við berum það þannig saman svo að þetta eru makleg málagjöld.

Fyrir þá sem ekki vita að þá hvöttu Chelsea forráðamenn, eða hverjir það voru nákvæmlega, Kakuta í að rifta samningnum sínum við Lens svo þeir fengju hann frítt. Það er alveg til háborinnar skammar og hreinlega glæpur. Mér finnst Chelsea má sanngjarnan dóm en Kakuta hefði mátt fá lengra bann. Nema hann borgi stóran hluta sameiginlegar sektar sinna og Chelsea.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”