Leikur Man Utd og Blackburn var flautaður á í blíðskaparveðri klukkan 15:00 á Old Trafford vellinum í Manchesterborg. Þessi leikur var merkilegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsta endurkoma hins frækna framherja Andy Cole á sinn gamla heimavöll eftir að hann var seldur til Blackburn fyrir tæpum mánuði. Einnig eru í Blackburn þeir John Curtis, Henning Berg, Keith Gillespie og Mark Hughes sem eru allt gamlir Unitedmennn. Þetta gat líka orðið áttundi sigurleikur Man Utd í röð í deildinni og sá níundi alls og í þessum leik gat Nistelrooy líka skorað í sínum áttunda leik í röð í deildinni og níunda alls. Blackburn höfðu í síðustu umferð lagt Charlton á heimavelli og vonaðist Graham Souness eftir góðum úrslitum til að koma liðinu á skrið en Sir Alex Ferguson sagði eins og oft áður að svona leikir yrðu að sigrast til að Man Utd eiga að hafa séns á titlinum.

Man Utd spiluðu miklu betur í fyrri hálfleik og kom fyrsta skotið á fyrstu mínútu og var það Scholes sem skaut yfir mark Blackburn.
Á 8.mínútu kom fyrsta skot Blackburn, aukaspyrna frá Hignett en Brthez greip boltann. Á 19.mín átti Verón frekar slakt skot yfir og stuttu seinna lagði Keane boltann út á Solskjaer sem skut en Blackburn björguðu á línu. Stuttu eftir það á Scholes skot eftir þríhyrning við Verón en það fór yfir.
Á 39.mín var komið að besta færi fyrri hálfleiks og það var Hignett sem skaut úr galopnu færi eftir fyrirgjöf frá Bjornebye en Silvestre sópaði boltanum frá markinu.
Það var svo í aukatíma sem fyrsta mark leiksins kom og það var Nistelrooy sem skoraði úr vítaspyrnu efttir að sjálfur Laurent Blanc hafði sólað vörn Blackburn og að Brad Friedel hafði fellt hann.
Í hálfleik var Irwin skipt inn á fyrir Nistelrooy og á 49.mín missir hann Hignett innfyrir sig og stungusending kemur frá Jansen og Hignett skorar, 1-1.
Stuttu seinna á Beckham skot að marki sem Friedel ver auðveldlega.
Tveimur mínútum seinna á Blackburn horn og er það Andy Cole sem vinnur Irwin í skallaeinvígi en skallar vel framhjá.
Á 66.mín kemst Damian Duff aleinn innfyrir og það var nánast auðveldara að skora en að klúðra fyrir hann en Barthez ver glæsilega. Stuttu seinna kemur Giggs inn á fyrir Solskjaer og á 71.mín á Nistelrooy hjálhestaspyrnu í slánna eftir snilldarsendingu frá Verón. Tíu mínútum seinna skorar Roy Keane sigurmarkið fyrir Man Utd. Hann fékk hælsendingu frá Giggs og þrumaði boltanum inn. Eftir þetta og nánast bara allan síðari hálfleikinn voru Blackburn betri og átti Flitcroft skot framhjá og það var svo Lucas Neill sem átti fínan skalla rétt framhjá.
Því miður missti ég af skiptingum Blackburn og ef ég hef gleymt einhverju látið þá bara vita.

Liðin:

Barthez

P.Neville Blanc G.Neville Silvestre

Beckham Keane Verón Scholes

Nistelrooy Solskjaer


Cole Jansen
Duff Dunn Tugay Hignett

Bjornebye Taylor Johanson Neill

Dómari: U Rennie

Áhorfendur: 67.552

Skúrkur leiksins: Craig Hignett, lélegar aukaspyrnur, ófríður, gamall, engin leikgleði.(skoraði líka markið en skeit á sig í opnu færi).

Einkunnir:

Barthez 9
P.Neville 7
Blanc 8
G.Neville 7
Silvestre 7, Irwin 6
Beckham 8
Keane 9
Verón 8
Scholes 7
Solskjaer 7, Giggs 7
Nistelrooy 9

Ég var ekkert að fylgjast með Blackburn í þessum leik og er bara ekki í neinni aðstöðu til að meta liðið eða jú Cole 5 auðvita fylgdist maður með Cole.

Þetta var áttundi sigurleikur Man Utd í röð og bjuggu þeir sér til tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar og eru þeir með 45.stig. Einnig setti Nistelrooy met í að skora í flestum deildarleikjum í röð. Man Utd sluppu með skrekkinn í þetta skipti en var það aðallega Barthez að þakka að leikurinn vannst. Keane átti frábæran leik og skoraði sannkallað fyriliðamark. Irwin virðist vera á síðasta snúning, klassa neðar en allir aðrir í liðinu. Giggs sýndi enn og aftur og sannaqð i mikilvægi sitt hann kom inn á og lagði upp mark. Næsti leikur er svo í kvöld gegn Liverpool og er það allt eða ekkert fyrir Liverpool en Man Utd eiga góðan séns á að enda taphrinuna gegn Liverpool.
Einnig má við bæta að Man Utd voru að festa kaup á hinum 22 ár gamla sóknarmanni Diego Forlan fyrir 6.9m punda og verður hann mikill styrkur fyrir liðið.

Önnur úrslit laugardag:

Sunderland 1 - Kevin Phillips 67
Fulham 1 - Steed Malbranque 15
- - - -

Tottenham Hotspur 1 - Les Ferdinand 4
Everton 1 - David Weir 8
- - - -

Derby County 1 - Malcolm Christie 79
Ipswich Town 3 - Marcus Bent 47 ; Peralta 67 ; Martijn Reuser 87
- - - -

Leicester City 0
Newcastle United 0
- - - -

Liverpool 1 - Michael Owen 8
Southampton 1 - Kevin Davies 46
- - - -

Manchester Utd 2 - Ruud van Nistelrooy 45 vsp; Roy Keane 81
Blackburn Rovers 1 - Craig Hignett 49
- - - -

Middlesbrough 1 - Noel Whelan 38
Bolton Wanderers 1 - Bo Hansen 73
- - - -


Staðan:

Lið Leikir Stig
1. Man. Utd 23 45
2. Newcastle 23 43
3. Leeds 23 42
4. Arsenal 22 41
5. Liverpool 23 40
6. Chelsea 23 37
7. Tottenham 23 32
8. Aston Villa 22 32
9. Fullham 22 31
10. Charlton 22 29
11. Sunderland 23 28
12. West Ham 23 28
13. Everton 23 27
14. Southampton 23 26
15. Blackburn 22 25
16. Bolton 23 25
17. Ipswich 23 24
18. Middlesbrough 22 23
19. Derby 23 19
20. Leicester 22 17

Markahæstu menn:

16 - Thierry Henry (Arsenal), Jimmy Floyd Hasselbaink (Chelsea)
15 - Ruud van Nistelrooy (Manchester United)
12 - Michael Ricketts (Bolton Wanderers)
11 - Alan Shearer (Newcastle United), Michael Owen (Liverpool)
10 - Marian Pahars (Southampton), James Beattie (Southampton), Eiður Guðjohnsen (Chelsea), Robbie Fowler (Leeds United, Liverpool), Juan Pablo Angel (Aston Villa)
8 - Les Ferdinand (Tottenham Hotspur), Fabrizio Ravanelli (Derby County), Kevin Phillips (Sunderland)