Já kæru hugarar í dag er stærsti leikur ársins á Ítalíu og þótt víðar væri leitað. Þegar klukkuna vanatar 15 mínútur í 8 taka Internazionale menn í norðri á móti Rómverjum úr suðri á hinum stórglæsilega San Siro leikvangi í Mílanó borg.

Má segja að ef Inter vinnur þessa viðureign sé scudettan í höfn hjá þeim þar sem bilið verður 12 stig sem gefur þeim yfirgnæfandi forskot á Rómverja sem og önnur lið.

En á hinn bógin, ef að Roma vinnur er bilið aðeins 6 stig sem er auðveldlega brúað með tveimur töpum eða jafnteflum hjá Inter mönnum.


Ekki er vitað hvort markamaskínan Zlatan Ibrahimovic verði með í þessum leik sem verður að teljast góð tíðindi fyrir Rómverja.

Rómverjar eru með nánast fullskipaðan leikmannahóp ef að Juan hinn gríðar sterki brasilíski varnarmaður nær sér fyrir kvöldið.


Bæði lið eru jafnvíg fyrir kvöldið sem verður rosalegur slagur og er búist við svakalegum látum í Mílanó borg og um 80.000 áhorfendum þar af 20.000 Rómverjum.

Það er mikið búið að spá í byrjunarliðunum í þessum leik en ég vill sjá Rómverja stilla upp þessu yndislega liði

Doni

Panucci-Mexes-Juan-Cassetti

De Rossi-Aquilani

Giuly-Totti-Mancini

Vucinic

en þetta lið stóð vel í Fiorentina þar sem við unnum 1-0 með marki frá Cicinho sem er í banni í þessum leik.



búast má við tvíefldum leikmönnum Inter sem gerðu jafntefli í sínum síðasta leik gegn Sampdoria.



Einnig er þetta stór dagur þar sem móðir mín á afmæli og óska ég henni til hamingju með 49 ára afmælið. Elska þig mamma ;*


Forza Giallorossi
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA