Varð vitni áðan að því sem ég held að hafi verið stærsti sigur liðs í efstu deild í Evrópuboltanum á þessu tímabilu.
Leikurinn einkenndist af leikgleði og flottum fótbolta Real Madrid ásamt slakri vörn Valladolid. Allir leikmennirnir voru bókstaflega að leika sér og sáust nokkrir skemmtilegir klobbar og annað skemmtilegt. Minn maður Raúl setti tvennu, Guti gerði það líka og skoruðu Baptista, Robben og Drenthe eitt mark hver.

Þar með skoruðu Real Madrid fleiri mörk í einum leik en Barcelona hafa gert í seinustu 7 leikjum og eru núna með 8 stiga forskot þegar bæði lið hafa leikið 23 leiki.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”