Það hlaut að koma að því, jafnvel þótt ég hafði ekki búist við því núna. En núna hefur þessi Goðsagnarkenndi framherji Manchester United ákveðið að leggja skónna á hilluna og snúa sér að þjálfarastörfum innan klúbssins.

Solskjær var oft lýst sem herramanni utan vallarins en rándýr innan hans og á sú lýsing gríðarlega vel við. Solskjær skoraði mörg gríðarlega mikilvæg mörk fyrir félagið og jafnvel þótt að flestum detti í hug sigurmark hans gegn Barcelona í Meistaradeildinni 99' þá má ekki gleyma öðrum mikilvægum mörkum, leikjum og frammistöðum frá kappanum.

Það er góð ástæða fyrir því að á Stretford End hangi fáni sem á stendur “20LEGEND” og er það með miklum missi sem við United stuðningsmenn sjáum eftir kappanum.

Og ef ég þekki stuðningsmenn Manchester United rétt að þá mun stúkan nötra á laugardaginn er allir syngja saman:

You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey,
And Alan Shearer, Was fucking dearer,
So Please don't take, My Solskjaer, Away…..

Og sennilega ekki bara á laugardaginn, heldur um ókomin ár. Svo stór hluti er Solskjær af sögu Manchester United.

Ég þakka honum árin og vonandi gengur honum sem allra best í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.