Manchester United komnir í úrslit í Ensku bikarkeppninni.

Mörkin:

United: Rooney (7,66), Ronaldo (28), Richardson (82)

Watford: Bouazza (26)

Úrslitin komu ekki á óvart og þótt leikurinn hafi ekki verið jafn auðveldur fyrir Rauðu Djöflana og markatalan gæti gefið í skyn þá var aldrei nein sérstök hætta á öðru en rauðum sigri.

Ég bjóst við baráttu frá Watford, enda þeirri eini séns á að næla sér í verðlaunapening áður en þeir detta aftur niður í ensku fyrstu deildina. Hinsvegar sýndu United menn hvers þeir eru megnugir, og með óvenju rólegan Ronaldo, fór Rooney í sviðsljósið og átti hreint út sagt frábæran leik!

Frábær úrslit. Hvað fannst svo mönnum?