Það sem mér fannst kannski stærsta fréttin í enska boltanum seinustu daga er brottrekstur Chris Coleman fyrrverandi leikmans og þjálfara Fulham.

Fulham höfðu ekki unnið 7 leiki í röð og eru við fallsæti og lausnin var víst að láta Coleman taka pokann sinn. Þykir mér þetta einkar miður því mér fannst hann alveg vera búinn að gera glimrandi hluti með þessu félagi og búinn að þjóna þeim í 10 ár fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari.

Chris Coleman hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér meðal þjálfara, hann hefur nú ekki beinlínis úr miklu að moða, fáar sem engar “stjörnur” í þessu liði hans, en samt hefur hann alltaf náð fínum árangri og þetta Fulham var að spila fínasta bolta ólíkt mörgum öðrum liðum á svipuðum slóðum og Fulham hefur að mestu verið laust við agavandamál.

Ég vildi kannski bara fá ykkar álit á þessum fregnum sem og kannski vekja upp smá umræðu um þetta lið og þennan þjálfara.