Skiljanlega eru Lille fúlir, að hafa tapað svona… En að senda kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu útaf atburði sem þessum? Nákvæmnlega ekkert er að þessu marki. Í versta lagi mætti kalla það “ódýrt” og jafnvel slík fullyrðing væri vitlaus.

Ryan Giggs tók þetta á reynslu og kunnáttu. Hann var ótrúlega snjall og gerði það sem góður sóknarmaður gerir, skoraði mark og þar með (sennilega) tryggði Man Utd. í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Skömmin ein að hvergi sé ég fjölmiðla tala um þetta frábæra mark Giggs sem gerði gríðarlega vel að skora það, og að skora það einmitt svona. Ef reglurnar segja að það megi, þá er það rétt… Sem þýðir að mark Ryan Giggs á móti Lille var ekki bara löglegt, heldur algjör snilld og frábærlega gert. Takk fyrir.


Fréttin sem er á Mbl.is - http://mbl.is/mm/enski/frett.html?nid=1255279
UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hafnaði í dag kvörtun frá franska félaginu Lille um að sigurmark Manchester United gegn liðinu í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn hafi verið ólöglegt. Jafnframt tilkynnti UEFA að framkoma leikmanna Lille eftir markið yrði rannsökuð nánar.

Frakkarnir fullyrtu að dómarinn hefði átt að flauta áður en Ryan Giggs tók aukaspyrnuna snöggt, og fóru þess á leit að leikurinn yrði spilaður að nýju.

„Eftir að hafa skoðað skýrslu dómarans, séð sjónvarpsmyndir af markinu og farið yfir knattspyrnureglurnar, hefur UEFA ákveðið að hafna þssari kvörtun þar sem hvergi var að sjá að tæknileg mistök hefðu verið gerð. Þar með hefur verið úrskurðað að markið var fullkomlega löglegt. Til viðbótar hefur verið ákveðið að rannsaka betur framkomu leikmanna franska liðsins strax eftir markið," sagði í yfirlýsingu frá UEFA.