Góðann dag.

Mér langaði að skapa smá umræðu um leikinn í meistaradeildinni í gær, þ.e.a.s Manchester United - Benfica sem var spilaður háður á heimavelli Man U og voru tæpir 80.000 áhorfendur, þvílík stemning.

Eins og spilamennska United var í gær og er búin að vera í undanförnum leikjum þá er ég farinn að sjá fram á gullið tímabil, og góð ár.

Þvílíkir yfirburðir, þeir hafa örugglega fengið þau skilaboð frá stjóranum fyrir leik að þetta væri mjög einfalt, klára dæmið strax.

Samvinna Rio og Vidic frábær og virðist ekkert komast þar í gegn, Ronaldo var ávalt tvídekkaður en Benfica menn áttu í mestu vandræðum með hann, Van Der Sar ávalt traustur, Saha allur að koma til, Giggs með eitraða bolta fyrir markið, og svo framvegis.

Hvað finnst ykkur United menn, sem og aðrir fótboltaáhugamenn, ný gull öld United að hefjast ?


Peace.


——— Áfram Þór! ———
Alltaf,
allstaðar.