David Beckham neitar að fara frá Real Madrid David Beckham neitar að fara frá Real Madrid.Hann hefur ekki náð að komastí byrjunarliðið eftir að Fabio Capello fór að þjálfa liðið.Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham sagði í gær að hann væri að íhuga að bjóða Beckham samning og Gordon Strachan, knattspyrnustjóri skoska meistaraliðsins Celtic vildi líka fá hann til liðs.“Ég er ekki í neinum hugleiðingum að fara frá félaginu og það er alveg ljóst að ég fer ekki í janúar eins og sagt hefur verið að,” sagði Beckham við fréttamenn í dag.Beckham er samningsbundinn Madridarliðinu út þessa leiktíð og hafa forráðamenn félagsins sagt að þeir vilji gera nýjan samning við hann. Honum verður frjálst að ræða við önnur félög í janúar með það fyrir augum að ganga til liðs við þau í næsta sumar. Ef lið hyggst fá Beckham í janúar þarf það að greiða fyrir leikmanninn og hafa heyrst upphæðir í kringum 5 milljónir punda.