Kallinn kominn með nýjan samning!!!

Ósk Robbie Fowler rættist. Reyndar báru flestir ef ekki allir stuðningsmenn þessa sömu ósk í brjósti. Robbie fær nýjan samning við Liverpool sem gildir í eitt ár. Það skyldi engan undra að Guð er skýjum ofar með nýja samninginn sem gefur honum tækifæri á að leika áfram með liðinu sínu.

,,Þegar ég gerði sex mánaða samning í janúar sagði framkvæmdastjórinn mér að hann myndi skoða stöðuna í lok leiktíðar. Hann er búinn að meta verk mín og sem betur fer hef ég fengið það besta svar sem ég gat hugsað mér. Mér finnst að ég hafi staðið mig þokkalega og framkvæmdastjórinn hefur líka verið ánægður með mig. Nú fer ég bara að hlakka til næstu leiktíðar. Ég var yfir mig ánægður með að fá sex mánaða samning svo þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður eftir að hafa fengið árs viðbót við samninginn. Ég er alveg í skýjunum.

Við eigum tvo leiki eftir á leiktíðinni og svo verður frí þar til æfingar hefjast fyrir næstu leiktíð. Núna get ég ekki beðið eftir að næsta leiktíð hefjist. Ég er miður mín að ég geti ekki tekið þátt í bikarúrslitaleiknum í næstu viku. En ég óska strákunum alls hins besta og ég veit að við getum unnið leikinn.

Ég hef leikið hvern einasta leik eins og hann væri minn síðasti en nú veit ég að ég fæ fleiri tækifæri í rauðu treyjunni á næsta tímabili. Félagið er á uppleið eins og greinilegt er ef staða okkar í deildinni er borin saman við stöðu okkar í fyrra. Vonandi tökum við enn frekari framförum á næsta tímabili. Það væri frábært að vera hluti af Liverpoolliði sem vinnur titillinn."

Robbie talaði um það að hann hefði verið bænheyrður þegar hann endurkoma hans í janúar varð að veruleika. Hann hefur þá trúlega strax byrjað að biðja fyrir því að fá lengri samning! Að minnsta kosti er hann búinn að fá lengri samning og það gleður alla sem málið varðar!


www.liverpool.is

FRÁBÆRT!!