Ákvað að koma með stutta grein um þennan markvörð því að þetta er ekki virkasta umræðuspjallborðið!

Fabian Barthez:

Fabien er sonur rúbbí spilara en hóf sjálfur feril sem atvinnumaður hjá liðinu Toulouse þar sem hann spilaði frá 1989 til 1992. Tímabilið 1992/1993 gekk hann í raðir Marseille og vann Evrópubikarinn sitt fyrsta tímabil þar. Fabien er eins og köttur í markinum og var valinn í landslið, þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik á móti Ástralíu 26. maí 1994 og hélt hreinu í 1-0 sigri.

Árið 1995 flutti hann sig um set og gekk í raðir Monaco þar sem árangurinn lét ekki á sér standa og Monaco urðu Frakklandsmeistarar. Í meistaradeild Evrópu árið eftir var Fabien í liði Monaco sem sló Manchester United út úr keppnini. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli í Frakklandi 0-0 en leikurinn á Old Trafford endaði með jafntefli 1-1 og Monaco komst áfram.

Sumarið 1998 vann svo Fabien stærstu verðlaun sem hægt er að vinna þegar hann varði mark Frakklands í heimsmeistarakeppnini, þar sem þeir unnu. En persónulegri sigur var þó að Fabien fékk einungis á sig 2 mörk í allri lokakeppninni. Þó ber að geta að í undankeppni Frakkalands fyrir Evrópumótið árið 2000 byrjaði ekki vel fyrir Fabien þegar hinn geisisterki framherji Ríkarður Daðason sallaði í tómt markið eftir glæfralegt úthlaup hjá Fabien, en leikurinn endaði 1-1 gegn Íslandi eins og flestir vita. Þess ber þó að geta að Barthez hélt hreinu í 4 af sex leikjum undankeppninnar.

Á yfirstandandi tímabili sigruðu svo Monaco aftur í frönsku deildinni.

Staða Markvörður

Leiknúmer 1

Hæð 183

Þyngd 76

Fæddur 28. júní 1971

Fæðingarstaður Lavelanet, Frakkland

Þjóðerni Frakkland

Heimasíða Fabien Barthez

Keyptur frá Monaco

Kaupdagur 31. maí 2000

Keyptur fyrir 7.800.000

Vonandi höfðuð þið gaman af að fræðast umþennan skrautlega markvörð!

_________________
komið á krókinn!!!