Ég hef, sem forfallinn Chelsea maður, tekið eftir því að það eru ekki allir ánægðir með Chelsea, og er það bara afþví þeir eiga peninga! Síðan hvenær hefur það verið slæmt fyrir félag að eiga peninga til að geta keypt góða leikmenn. Ég heyri oft fólk segja að Chelsea geti ekkert og sé bara svona ofarlega afþví Abramovich eigandinn sé ríkur. Finnst mér þetta bara fáránlegir fordómar. Knattspyrnulýsararnir á Sýn og Stöð 2 eru líka sérstaklega hörmulegir í þessu máli og eru mjög hlutdrægir og virðast hreinlega bara hata Chelsea! Þegar CFC ákvað að kaupa miðvallarleikmanninn Scott Parker frá Charlton þá sagði einn frá Norðurljósum að Chelsea væri að skemma enska boltann! Afhverju mega til dæmis Manchester United eiga peninga en ekki CFC?
Eru allir bara svona öfundsjúkir eða hvað er í gangi…

Ég ákvað bara að deila þessum hugsunum með ykkur og mig langar bara að vita hvað öðrum finnst í þessu máli…