Jæja nú er Íslandsmótið innanhúss í 4. flokk kk byrjað og flestir riðlarnir búnir.
Í A riðli vann Grótta, í B riðli unnu Valsmenn sannfærandi sigur,
í C riðli vann KR með nokkrum yfirburðum sem og Víkingur
í E riðli. Í Norðulandsriðlinum unnu svo Þórsarar KA-menn
í hörkuspennandi leik 3-2.
Í Austurlandsriðlinum unnu svo Þróttur Neskaupstað og í Vestfjarðariðlinum vann svo BÍ á Ísafirði.
Það er aðeins 1 riðill eftir og er lið Breiðabliks sigurstranglegast í honum.
Spá mín fyrir úrslitakeppnina er sú að Valur vinni Víking í úrslitaleik 4-2.
í 3. sæti verður lið KR.

Komið með ykkar spár.