Ég er þeirra skoðunnar að Sýn og Stöð 2 sýni allt of mikið frá enskum fótbolta. Það er meira að segja gengið svo langt, og hefur verið svona í einhver ár að þeir sýna líka frá nánast öllum leikjum enska landsliðsins, og í alvöru talað hver nennir að horfa á England-Slóvenía, og England-Makedónía þegar hægt er að sýna frá miklu skemmtilegri og stærri leikjum á sama tíma, sér maður ekki nóg af Michael Owen og David Beckham, Paul Scholes og þessum körlum ?
Í meistaradeildinni eru 3/4 af þeim leikjum sem eru sýndir með enskum liðum. Eins og núna þessa vikuna eru 5 leikir. Þrír þeirra eru með enskum liðum, og það eru eins og venjulega Arsenal, Liverpool og Man U. Ég spyr nennir fólk virkilega að horfa á þetta allataf ? Hinir leikirnir sem eru sýndir eru með Lyon og svo eini góði leikurinn sem er sýndur. Bayern-AC Milan.
Ég er þeirrar skoðunnar að það á að sýna frá öðrum liðum í evrópu þ.e.a.s ekki svona mikið af leikjum með enskum liðum. Eru íslendingar virkilega svona heilaþvegnir að þeir nenna ekki að horfa á Real Madrid, Barcelona, Ajax, AC og Inter Milan, Bayern Munchen, Juventus o.s.frv en vilja alltaf horfa á Liverpool-Spartak Moskva !! ÉG SKIL ÞETTA EKKI.
Í seinustu umferð af meistaradeildinni var leikur Real Madrid og AEK Aþena. sá leikur fór 3-3 .. en svo var sýnt frá Liverpool og Man U. Þetta er svolítið þreytt……
Ég veit ekki hvort að þið séuð sammála mér eða jafn heilaþvegin af David Beckham og Martin Keown og sumir.
Þakka fyrir lesninuna.
Bragi Frey