Þetta var hörkuleikur en samt efaðist ég aldrei um að við myndum taka þetta. Við vorum vaðandi í færum allan leikinn en Holt markvörður WBA hélt þeim á floti, samt var það bara tímaspursmál hvenær við myndum skora.

Solskjaer skoraði markið og er það hans hundraðasta mark fyrir félagið(ef Steini var ekki að bulla).
Mér finnst Giggs alls ekki vera framherjaefni og ætti Ferguson bara að halda honum á vinstri kantinum. Svo er bara spurning hvort að við kaupum ekki bara annan framherja og notum Solskjaer í að koma inn á og skora.

Við hefðum allveg mátt fá vítaspyrnu þegar Giggs stökk uppog fékk svo smá aukahjálp frá varnarmanni WBA og endaði í grasinu.

Þessi spjaldakippur sem kom í seinni hálfleik var svolítið athugaverður.
Keane átti alls ekki skilið spjald fyrir þessa tæklingu hann reynir bara í boltann en ég er ekki viss hvort hann snerti hann. Hann fór ekkert illa í manninn. Spurning hvort að það hafi verið skipun að gefa Keane spjald í leiknum
Gula spjaldið fyrir að tefja var 50/50 spjald og bara mat dómarans. Svo tekur sama fíflið upp á því að fara með báða sólana beint í Butt og verðskuldaði það rautt.

Mér fannst gaman að sjá hvað Ferguson spilaði djarft að taka báða bakverðina útaf og setja Forlán og Scholes inná. Gaman að því

Mér fannst allt liðið spila vel og var Verón alls ekkert slæmur þrátt fyrir að vera tekinn útaf.

Góður sigur og gaman að byrja tímabilið svona.