Stjarnan fékk góðan liðsstyrk um helgina fyrir keppnina í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Val og Sigurður Karlsson úr Fylki gengu til liðs við félagið.
Vilhjálmur er 23 ára varnarmaður sem var fastamaður hjá Val í sumar og hefur spilað 28 leiki í efstu deild með Val og KR.
Sigurður er tvítugur miðju- eða sóknarmaður sem lék 7 leiki með Fylki í sumar og skoraði eitt mark.
Þorsteinn Halldórsson, sem lengi lék með KR, FH og Þrótti R. og síðast með HK, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.