Toppbaráttan að harðna ..... Núna eru toppbaráttan í ensku deildinni farinn að harðna svo að um munar. Newcastle eru á toppnum eftir 3-0 sigur á Middlesboro í dag með 39 stig síðan koma Arsenal og Liverpool á hæla þeirra með 36 stig og Liverpool á leik til góða. Leeds er með 35 stig og Manchester United er með 33 stig og Chelsea með 30 þetta er alveg ótrúlega jafnt og minnir mig á 1989 þegar Arsenal vann Liverpool 2-0 og tryggði sér titilinn í seinasta leik. Ég vona bara að það verði hreinn úrslitaleikur þetta árið og 3-4 lið eigi möguleika fyrir seinustu umferðina.
Ef nýju framherjarnir hjá Liverpool ná að smella saman þá gætu þeir orðið stórhættulegir með þá Owen og Anelka/Jari Litmanen frammi og Baros og Heskey á bekknum.
Ég held að Newcastle gætu komið á óvart og jafnvel hampað titlinum með hinn þrautreynda þjálfara Bobby Robson sem hefur unnið titla með nánast öllum liðum sem hann hefur þjálfað nema landsliði Englands en hann kom þeim í undanúrslit heimsmeistarakeppninar og er það besti árangurinn síðan þeir urðu heimsmeistarar 1966.
Ég hef samt ekki trú á að Manchester United verji titilinn þetta árið, held að það verði slagur milli Liverpool, Arsenal, Leeds og Newcastle. Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?