Stórsigur í Rómarborg Ójá kæru Hugarar og stuðningsmenn risanna frá Rómarborg. Okkur tókst í dag að leggja eitt besta lið heims að velli með gífurlega vel útfærðum skyndisóknum og góðri taktík.

Leikurinn var gífurlega jafn þrátt fyrir mörg skot frá Madridingum sem voru þó lang flest fyrir utan teig og ekki á markið.

Real Madrid byrjaði með látum og skoraði gott og gilt mark þar sem Cassetti gerði sig sekan um að spila Raul réttstæðan. Stuttu seinna skorar hesturinn annað mark sem er svo subbulega rangstætt að það hálfa væri hellingur þó svo að hann skildi ekkert í því sjálfur og mátti prísa sig sælan að vera ekki spjaldaður fyrir mótmæli.

En við gáfumst ekki upp og risum upp á afturlappirnar og skoruðum mark úr vel úrfærðri skyndisókn, eftir fyrirgjöf frá súkkulaðidrengnum mínum Mancini barst boltinn til Pizarro sem þrumaði boltanum í Casillas - slánna og inn. Gott mark hjá manni sem ég skil ekki afhverju er í byrjunarliðinu í staðinn fyrir litla krókódílinn hann Aquilani.

Seinni hálfleikur var jafn hraður og skemmtilegur og var gífurleg barátta á miðjunni þar sem De Rossi hershöfðingi réði algjörlega ríkjum yfir kaffibauninni diarra sem átti að fjúka útaf með beint rautt þó allaveganna annað gult spjald fyrir að gefa litla krúttinu honum Aquilani olnbogaskot í andlitið.

Það barst til tíðinda þegar síðari hálfleikur var hálfnaður að löng sending kom fram og Heinze flækjufótur gerði sig sekan um slæm mistök að boltinn barst til Il Capitano sem gaf stórkostlega sendingu innfyrir á Súkkulaðistrákinn Mancini sem rölti framhjá Casillas í markinu og setti hann snyrtilega inn í netið.

Eftir markið var kominn pirringur í Real menn og þá sérstaklega í smákrakkann hann Sergio Ramos sem átti að líta beint rautt eftir ljótt pirringsbrot á Juan þar sem hann átti enga möguleika á að ná til boltans og krækti illa aftan í Juan sem var að spila sinn fyrsta leik eftir vond meiðsli og viti menn hann þurfti að fara af leikvelli. Enn ein skömmin í pokann hans Ramos sem vældi eftirminnilega á móti okkur Íslendingum hér um árið. Þetta var klárlega beint rautt pirringsbrot enda ekkert nema lúmsk árás.

Real Madrid áttu síðan skot í stöng en varnarvinna Roma og markvörslur doni komu í veg fyrir að Spánverjar næðu neinu nema flengingu frá borginni eilífu.

Mancini maður leiksins og sýnir enn og aftur að hann er ekkert annað en heimsklassa vængmaður, Danielle De Rossi sýndi einnig að hann er einn besti í heimi í sinni stöðu sem og hann gerði í tapleiknum á móti Juve.


Ljóst er að leikurinn í Madrid verður svakaleg skemmtun enda detta Roma gríðarlega sjaldan ofan í skotgrafirnar og Madridingra vilja væntanlega hefna sín rækilega og þá sérstaklega Casillas sem var einmitt hræddur um að vanmat og teknískt spila Roma manna mundi koma þeim um koll.


Takk fyrir mig og góða skemmtun elsku bestu vinir.
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA