Fyriliði Ítala og AC Milan, Paolo Maldini meiddist í gær í leiknum á móti Atalanta. Maldini varð fyrir hnémeiðslum á vinstri fæti og verða Trapattoni og Angelotti að bíða og vona að hann verður ekki frá lengi. Maldini er sterkasti hlekkurinn í vörn ítala og er lykilmaður í HM-liðinu þeirra.

Maldini var búinn að gefa út yfirlýsingu fyrr á árinu að hann mundi hætta að spila fyrir landsliðið eftir næsta HM en þá verður hann búinn að vera 15 ár í liðinu. 26. júní næstkomandi verður hann 34 ára þannig að sumum finnst það kannski full snemmt fyrir varnamann að hætta með landsliðinu. Persónulega finnst mér að hann ætti að gera það eftir EM 2004.

Í fyrra bætti hann landsleikjamet Dino Zoff sem voru 112 landsleikir en Maldini er núna búinn að spila 121 landsleik en næsti fyrir neðan hann sem er enn spilandi er Albertini með 78 leiki.

Nú skilum við bara bíða og vona að allt gangi að óskum og hann verður bara frá í stuttan tíma.