Francesco Totti FRANCESCO TOTTI - The Spoonman


Þessi grein er um minn uppáhalds leikmann Francesco Totti.

Stutt Lýsing
Fullt nafn: Francesco Totti
Gælunafn: The Spoonman
Fæðingardagur: 1976, 27 September
Staða á velli: Sóknarsinnaður miðjumaður, Framherji
Eiginleikar á Velli: Playmaker, Fyrirliði, Hetja
Hæð: 1.80 metrar
Borg: Eilífa borgin, Róm
Uppáhalds Klúbbur: AS ROMA
Númer: 10
Land: Ítalía
Aldur: 30 ára
Stærsti Sigur: Heimsmeistari
Merkilegast: 23-manna úrvalslið HM 2006 þrátt fyrir að spila alla keppnina varla kominn úr meiðsla fríi útaf brottnum ökkla og spilaði alla keppnina með málmplötur í löppini. Aldrei farið frá AS ROMA og mun aldrei gera að hans sögn. Vinsælasti maður sem spilað hefur með Ítalíu í fjölmörg ár vegna góðverka sinna og hæfileika.



Inngangur

Francesco Totti fæddist árið 1976 þann 27. September. Þrátt fyrir að krakkar á hans aldri höfðu þá mestan áhuga á að horfa á teiknimyndir og skrípó vildi Francesco aðeins horfa á fótbolta og var AS Roma uppáhalds liðið hans. Þrátt fyrir að fá ungur stórt tilboð frá AC Milan (http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_A.C._Milan) þá beið móðir hans Fiorella Totti alltaf eftir að fá tilboð frá AS Roma því hún vildi ekki þrátt fyrir alla peninga í heiminum að sonur sinn færi frá borginni eilífu og vildi einungis að sonur sinn spilaði með uppáhalds liði sínu. Þarna fyrst lærði ungi meistarinn að peningar skipta ekki máli þegar kemur að lífsfyllingu.


Meginmál
Það dýrlega ár 1989 gekk Totti til liðs við unglingalið AS Roma og sló strax í gegn þar. Totti var aðeins 16 ára þegar hann kom inná í 2-0 sigri Roma á Brescia Calcio. Tímabilið 94-95 skoraði hann 4 mörk þegar hann kom 20 sinnum inná sem varamaður en lagði hann upp helling og eftir það frábæra tímabil setti AS Roma hann strax í byrjunarlið aðalliðsins.

Totti varð heimsfrægur fyrir frábærar aukaspyrnur sínar og sendingagetu sem enginn annar leikmaður skartar enn í dag. Ronaldinho, Kaka og Cristiano Ronaldo hafa margt en enginn hefur þessa liðstækni og Totti sem fær liðið algjörlega til þess að blómstra þegar hann er inná. Hann er einna bestur í stungusendingum og er mjög örlátur á boltann og vinnusamur. Tækni hans er góð og hraði einnig, en hver þarf hraða þegar þú ert Totti :> Francesco er gífurlega skotfastur og skorar eins og bavíani þegar hann tekur að sér framherjastöðuna en eins og fólk veit flest fékk hann gullskó evrópu á síðasta tímabili þar sem hann skoraði eins og vitleysingur og kom þar á eftir Didier Drogba sem sagði einmitt í viðtali að Totti ætti hann skilið frekar en hann sjálfur. Frægasti eiginleiki Totti er Chipp tæknin hans sem Ítalir kalla cuil cchiaio en hann hefur skorað mörg stórkostleg mörkin með þessari tækni
http://www.youtube.com/watch?v=fi-l_mDfuUQ
http://www.youtube.com/watch?v=VZLdRVVTwIg&mode=related&search=

AS Roma vann deildartitilinn Serie A árið 2000-2001 þar sem Totti spilaði stórt hlutverk. Tímabilið 2006-2007 slátruðu AS Roma einmitt Inter Milan í Ítalíu og deildarbikarnum en fór einmitt síðasti leikur tímabilsins 6-2 fyrir Roma á Stadio Olympico í Róm. As Roma féll úr meistaradeildinni eftir 7-1 tap á móti Manchester United en var mannskapurinn annaðhvort mjög þreyttir eða einfaldlega meiddir og var Totti einmitt meiddur þá en fyrri leikurinn í Róm fór 2-1 fyrir Rómverjum.

Miklar vonir eru bundnar við AS Roma á þessu tímabili og ætla þeir að gera tilkall til bæði Ítalíu Serie A titilsins og meistaradeildar dollunar. Liðið er sagt spila skemmtilegasta fótbolta í evrópu enda er hugsað aðeins um bullandi sókn og miðjuvinnu og er mannskapurinn gífurlega efnilegur og góður. Maðurinn sem sagður er ætla að taka við af Totti og vera næsti Cesar Rómverja er Alberto Aquilani sem er strax kominn í landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. Totti segir mjög skemmtilega hluti um þennan strák sem átti þátt í einu fallegasta marki síðasta tímabils á móti AC milan þar sem hann gerði eithvað með hælnum sem ég skil ekki ennþá dagin í dag.

Hann spilar nú með mörgum af skemmtilegri knattspyrnumönnum í bransanum í dag sem dæmi, Mancini, Taddei, Doni, De Rossi, Panucci, Pizzaro, Perrotta, Giuly og núna Cichinio. Ég bind allar mínar vonir að nýju mennirnir geri boltan hjá Roma enn skemmtilegri.

Fögn Tottis eru löngu orðin fræg og einna frægast er þegar hann skoraði á móti Lazio í Rómarslag og fór hann þá úr treyjunni og stóð á bolnum innanundir “I HAVE PURGED YOU AGAIN” en hann tók Lazio í gegn einnig fyrr á árinu. Hann fagnar núna með að kyssa á sér puttann og þakka Guði fyrir son sinn og eiginkonu eða með því að sjúga á sér puttan í tileinkun syni sínum en Totti er mikill fjölskyldumaður og einstaklega góður maður. Skemmtilegast fannst mér þegar hann skoraði á móti Lazio og hoppaði þá og tók við einni cameruni á vellinum og myndaði áhorfendunar en það video er að sjá hér http://www.youtube.com/watch?v=lASO5G08kRw



LANDSLIÐ ÍTALÍU

Totti skoraði eina mark Ítalíu í ósigri liðsins á móti Spáni í úrslitaleik evrópukeppni U18 liða sem fór 4-1. Totti kom fyrst á sjónarsvið heims þegar hann var valinn maður leiksins í úrslitaleik evrópumóts aðallandsliða á móti Frakklandi þar sem Ítalía tapaði þó í mjög umtöluðum leik, mjög virtir menn t.d. Platini sögðu Totti besta mann keppninar og skaut það Totti hátt upp á stjörnuhimnin og hefur hann síðan þá verið aðalmerki Ítalska landsliðsins þrátt fyrir að Ítalía skortir ekki stjörnunar og er að finna risa nöfn sem spila við hlið hans, Fabio Cannavaro, Alessandro Nesta, Guianluigi Buffon, Alessandro Del Piero eru bara hluti af þessum risa nöfnum en nesta og buffon hafa verið valdir bestu menn heims í sínum stöðum á sínum tíma.

Eftir Evrópukeppnina 2000 lá leiðin á HM í Kóreu, þar sem dómgæslan var HrÆðIlEg… Ítalía og Spánn fóru allra verst út úr þessu móti þar sem Suður kóreu menn voru stálheppnir að vinna þessi lið því að dómararnir dæmdu ef ég man rétt 3 mörk af ítölum og sendu Totti til að mynda af leikvelli með tveimur mjög vafasömum gulum spjöldum. Þeir dómarar eru einnig ef ég man rétt ekki lengur með dómararéttindi.

Þá fóru Ítalir tveimur árum seinna á EM 2004 þar sem allt fór í rugl hjá Ítölum og Totti fékk mjög neikvæða umfjöllin eftir að hafa hrækt á Christian Poulsen leikmann Dana. Ekki er mikla sögu að segja að Ítalíu á EM en var sú keppni GRÚTleiðinleg og féll úrslitaleikurinn alveg í áhorfi enda skemmti landinn sér margur á Metallica tónleikum í staðinn. Grikkir unnu þá glataðan sigur á Portúgölum með skallamarki frá Charisteas sem er einnig snarleiðinlegur leikmaður.

En þá fór allt í köku. Totti ökklabrottnaði og leit út fyrir að ferill hans væri á enda. Hann ætlaði sér að hætta með landsliðinu en hætti við á síðustu stundu og lék alla keppnina með stálplötur í löppini. Hann lék vel undir getu en stóð sig samt frábærlega, hefði verið lyst að sjá hann í fullu fjöri þar. Hann tryggði ítölum sigur á móti Ástralíu á lokasekúndunum úr vítaspyrnu og lagði upp frábært mark fyrir Zambrotta á móti Úkraínumönnum. Ítalir tóku síðan Þýskara í kennslustund og nýttist reynslan í Ítalska landsliðinu þeim þar og komust þeir í Úrslit. Þar spilaði Totti vel og unnu Ítalir HM. Totti var síðar eftir valinn í 23 manna úrvalslið HM.

Totti er núna hættur með landsliðinu og ætlar að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu AS Roma.

lokaorð
Totti hefur gefið út brandarabók á vegum Unicef og gefið fjármúgur til góðgerðastofnana, en hann fer sjálfur til þróunarlandana til þess að hjálpa fólki og hefur sagt að það nægir ekki að gefa fólki peninga, fólk þarf von og hjálp.

Að lokum vill ég vitna í mann að nafni Platini “Það er ekki hversu góður Totti er sem gerir hann svona vinsælan, það er hversu góð manneskja hann er”
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA