Það verður því miður að tilkynnast að U-21 landslið ítala á Ólympíuleiknum í Sydney er fallið úr keppni. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði þar fyrir spánverjum 1-0. Það var Gabri sem skoraði markið á 87. mín. Það með eru Evrópumeistarar U-21 liða úr leik og þetta var fyrsti tapleikur þeirra í tvö og hálft ár í “official” leik.
Lið ítala var þannig skipað:
Christian Abbiati; Alessandro Grandoni, Marcho Zanchi, Bruno Cirillo; Genaro Gattuso, Massimo Ambrosini, Ighli Vannucchi, Cristiano Zanetti; Gianni Comandini, Nicola Ventola, Andea Pirlo.