Robbie Fowler
Já, það ótrúlega gerðist!!! Robbie Fowler er kominn heim. Hann kom á frjálsri sölu frá Manchester City og skrifaði undir samning við Liverpool til loka tímabilsins. Það má með sanni segja að þetta séu stórkostlegar fréttir fyrir Púllara um allan heim því að það var gríðarleg eftirsjá í kappanum á sínum tíma.
Hvernig sem á málið er litið getur Liverpool ekki tapað á þessum viðskiptum. Þetta kætir stuðningsmenn og leikmenn Liverpool og Fowler mun leggja allt í sölurnar fyrir félagið
www.liverpool.is


Í mars 2005 var Fowler í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar, á eftir Andy Cole og Alan Shearer, mörk hans hafa minkað á þessari öld miðað við glæsilegt gengi á seinasta áratug 20 aldar.


Annan september árið 2005 gaf Robbie út bók sem fékk heitið Fowler: My Autobiography og fjallar hún um feril hans sem fótboltamaður og lífið á þeim tíma. Í bókinni gagnrínir hann t.d. þjálfara enska landsliðisins og hann útskýrir atvikið þar sem hann virðist vera að sniffa kókaín á hliðarlínunni í leik Lverpool.

Robbie Fowler hjá Liverpool

Fowler gekk til liðs við úrvalsdeildarliðið Liverpool F.C. árið 1992 og hann skoraði sitt fyrsta mark gegn Fulham ’93 í deildarbikarnum. Þegar hann var valinn í byrjunarliðið, borgaði Fowler til baka með því að skora fimm mörk og brátt var farið að kalla hann “Guð”. Hann var valinn ”PFA Yngsti Leikmaður Ársins” árin 1995 og 1996. Á 10unda áratugnum var hann talinn einn af mestu markaskorurum á Englandi. Í einum leiknum árið 1994 gegn Arsenal í deildinni skoraði hann þrjú mörk á 4 mínútum og 32 sekúndum og er það met í ensku úrvalsdeildinni. Fowler skoraði fleiri en 30 mörk á þrem tímabilum í röð eða þar til ársins 1997.


Því miður hagaði Fowler sér illa fyrir utan völlin og var hann settur í flokk með vandræðagemlingum eins og Stan Collymore, Jamie Redknapp og besta vini sínum, Steve nokkrum McManaman. Þeir voru allir þekktir fyrir að vera ábyrgðarlausir og lifa hátt. Sem dæmi má nefna að Fowler svaf hjá Jo Bellotti, konu David Bellotti leikmanni Brightons á hóteli þegar Liverpool og Brighton áttu leik. Hann Fowler er líka þekktur fyrir barslagsmál þar sem hann brotnaði og meiddist oft á tíðum. Árið 1999 þurfti hann að borga 60þúsund pund fyrir að sniffa kókaín í leik gegn Everton auk þess að vera settur í fjögra leikja bann.


Þegar Gerard Houllier tók við stjórnvölin árið 2001 tók Fowler að einbeita sér og Liverpool vann Deildarbikarinn, FA Cup og Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup). Í októmber 2001 skoraði hann sína fyrstu þrennu í þrjú ár í 4-1 sigri á Leicester City. Hann var hetja í augum aðdáenda Liverpool en eftir heiftarleg rifrildi við aðstoðarþjálfaran Phil Thompson, var Fowler seldur til Leed United. Fowler spilaði líka lítið með enska landsliðinu á heimsmeistarmótinu því að Heskey og Owen voru teknir framfyrir hann þar sem og í Liverpool. En þann 27 janúar 2006, kom hann aftur til Liverpool, ókeypis frá Manchester City.


Fowler hjá Leeds United

Skortur á tækifærum í byrjunarliði á heimsmeistarmótinu átti sinn þátt í að hann var seldur til Leed United fyrir 11 milljónir punda. Salan átti sér stað aðeins einum mánuði eftir að hann skoraði þrennu geng Leicester. Salan átti líka ekki eftir að hafa í för með sér þær væntingar sem Fowler gerði. Hann átti við mikil meiðsli að stríða og hann átti líka í baráttu við aukakílóin. Hann varð fljótt byrgði hjá Leeds og þeir skulduðu mikinn pening svo Fowler var látinn fara.

Ferill Fowlers hjá Manchester City

Fowler kom til Manchester City 16.janúar 2003. Hann byrjaði illa hjá City en lék vel á seinni hluta tímabilsins 04/05 og skoraði sitt 150 mark í 3-2 sigri á Norwich City þann 28. febrúar. Hinsvegar klúðraði hann vítapspyrnu á 90 mínútu í leik gegn Middlesborough og kom í veg fyrir að Manchester City kæmist í UEFA keppnina.

Fowler missti af byrjun tímabilsins 05/06 en skoraði í sínum fyrsta leik með varaliðinu. En sumarið 2005 keypti City framherjana Andy Cole og Darius Vassel svo að samkeppnin var mikil um framherjastöðurnar. Fowler hafði átt í miklum meiðslavandæðum þangað til hann skoraði þrennu í sigri á Scunthorpe United í FA bikarnum . Hann skoraði líka seinasta markið í sigri Manchester City á Manchester United viku síðar. Samt voru tækifæri hans í byrjunarliði City ekki mikil.