Það er nú staðfest að markahrellirinn Mario Jardel fer ekki til Juventus, heldur aftur til Porto. Hann gaf forráðamönnum Juve frest til að setja sig í samband og þegar sá frestur rann út án þess að Jardel heyrði frá þeim gekk hann aftur til liðs við sitt gamla félag. Feginn er ég - Juve hefði vart getað fundið betri mann til að taka við treyju nr 9 og að mínu mati frámunanlega heimskulegt að láta þennan leikmann ganga þeim úr greipum.
Paolo Futre, sem í dag gegnir stöðu “sporting director” hjá Atletico Madrid, vill fá Jose Mari til liðsins frá Milan, en Mari var einmitt hjá Atletico áður en hann fór til hinna rauðsvörtu.
Parma eru enn á leikmannamarkaðnum og eru nú á eftir hinum 29 ára gamla Roberto Muzzi sem leikur með Udinese. Renzo Uliveri, þjálfari hinna gulbláu, sér víst Muzzi fyrir sér sem eftirmann Marcio Amoroso sem seldur var til Dortmund á dögunum. Af Amoroso er það að frétta að hann setti inn tvö mörk í fyrsta leik sínum með Dortmund nú um síðustu helgi - ekki amaleg byrjun það !