Andy Cole aðeins  byrjun Andrew Cole
Andy byrjaði sinn fótboltaferil hjá Arsenal. Vegna lítilla möguleika á sæti í aðalliði Arsenal þá var hann lánaður til Fullham og Bristol City og seinna var hann seldur til Bristol fyrir 500.000 pund. Hann spilaði minna en ár hjá Bristol áður en Newcastle United keypti hann á tæpar 2. milljónir punda í mars 1993. Frammistaða hans hjá Newcastle var frábær og hann hjálpaði að koma liðinu upp úr fyrstudeild í Úrvalsdeilina á fyrsta tímabilinu hans hjá liðinu. Tímabilið eftir það skorði hann ein 34 mörk sem færði honum gullstígvélið og verðlaunin nýliði ársins.

Í janúar 1995 keypti Sir Alex Andy til Manchester United fyrir met fé 6.250.000 pund. Á fyrsta tímabilinu fyrir Manchester United skorði Andy 12 mörk í 17 leikjum þar af 5 í 9-0 sigri á Ipswich Town. En mörkin hans dugðu skammt og Manchester United kláraði tímabilið dollulaust.

Á tímabilinu þar á eftir unnu Manchester United deildina með 3-0 sigri á Middlesbrough og átti Cole mikinn þátt í þeim árangri. Auk þess hjálpaði Andy til þegar Manchester United vann Liverpool 1-0 í leik um deildarbikarinn.. Tímabilið 1996/1997 var erfitt fyrir Andy. Í byrjun tímabilsins fótbrotnaði hann á báðum fótleggjum í varaliðsleik var það hinn netti varnarmaður Liverpool Neil Ruddock sem sá um það, auk þess sem Sir Alex keypti sóknarmanninn skæða Ole Gunnar Solskjær sem fór hreinlega á kostum og skoraði 5 mörk í fyrstu 10 leikjunum og leit út fyrir að þarna væri kominn arftakinn. Timabilið endaði þó á góðum nótum og Andy komst aftur í form tók þátt í því að tryggja Manchester United sigur í úrvaldeilinni auk þess að komast aftur í enska landsliðið.

1997/1998 var eitt besta tímabil Andy. Hann skorðai ein 25 mörk fyrir Manchester United þar á meðal með 2 þrennur. Þrátt fyrir gott tímabil komst Andy ekki enska landsliðið sem fór til Frakklands í heimsmeistarakeppnina og fannst mörgum það í meira lagi undarlegt.

Á tímabilinu1998/1999 var Andy í góðu formi og þá sérstaklega með hinum nýja leikmanni Manchester United, Dwight Yorke. Dwight og Andy skoruðu næstum í hverjum leik og mönnum fannst það orðið mjög skrítið að Glenn Hoddle valdi hann ekki ennþá í enska landsliðið. Þegar Howard Wilkinson tók tímabundið við enska landsliðinu þá var Andy strax kominn í leikmannahópinn. Og þegar Kevin Keegan sem stjórnaði Andy hjá Newcastle tók við liðinu þá hélt hann áfram að velja hann í liðið.

Andy hefur ekki sparað orðin um félaga sinn Dwight og segir að samband þeirra sé mjög gott og þeir skilji hvorn annan sem leikmenn.



Staða Sóknarmaður

Leiknúmer 9

Hæð 178

Þyngd 78

Fæddur 15. október 1971

Fæðingarstaður Nottingham, England

Þjóðerni England

Keyptur frá Newcastle

Kaupdagur 12. janúar 1995

Keyptur fyrir 6.000.000 pund

Fyrsti leikur 22. janúar 1995