(bianconeri=“hvítsvartir”; neroazzuri=“svartdimmbláir”
Það virðist nú vera komið á hreint að Marcello Lippi muni á ný þjálfa Juventus á næsta ári. Búið var að ganga frá nýjum samningi við Carlo Ancelotti, en stjórn Juve er óhress með að ekki hafi tekist að ná Roma að stigum. Sem stendur er hinir hvítsvörtu í 3. sæti í seríunni.
Hitt eru svo stærri fréttir að það hefur kvistast út að næsti þjálfari Internazionale Milan verði enginn annar en Hector Raúl Cúper, fráfarandi þjálfari Valencia. Hann er snillingur og líklega rétti maðurinn til að rífa liðið úr hinum skelfilega öldudal sem það hefur verið í á leiktíðinni.