Úrslitaleikur Deildarbikarkeppni KSÍ verður haldinn á gervigrasinu í Laugardal, þrátt fyrir mótmæli KR-inga. Reynt var að fá leikinn fluttan yfir á aðalgrasvöllinn í Laugardal, en það var ekki samþykkt af hálfu KSÍ. Til stóð að senda jafnvel annan flokk í leikinn, þann sem tapaði gegn Létti, 5:3, en þeir leikmenn meistaraflokks sem eru heilir munu spila leikinn. Þó verða einhverjir leikmenn úr örðum flokki í 16 manna leikmannahópnum, því KR ætlar að sleppa því að tefla fram öllum mönnum sem eru tæpir vegna meiðsla, að því er fram kemur á heimasíðu KR.

Athugið að leikurinn fer fram á sunnudagskvöld klukkan 20:30, en ekki 20 eins og fram kemur í Morgunblaðinu í morgun og víðar.