Í dag var hinn margumtalaði landsleikur milli íslands og Englands, og það var enginn smá leikur.
Íslendingar byrjuðu leikinn að mínu mati ágætlega, þeir héldu boltanum innan liðsinns og bygðu upp sóknir sem reyndar runnu allar út í sandinn þegar komið var nálægt teignum, en það var eftir um það bil 17 min leik sem ensku leikmennirnir komust í gírinn, þeir spiluðu ágenga vörn og sókn og lá fyrsta markið í loftinu, Frank Lampard skaut svo á 24. min að minu mati frekar slöppu skoti sem fór í varnarmann íslendinga og endaði í markinu. Rétt eftir að England skoraði man ég að það kom þessi hellirigning í Reykjavík og ég hugsaði “ ætli þeim rigni yfir alla íslendinga í dag” og svo varð raunin.
Englendingar voru sko langt þvi frá hættir, þeir fengu innkast á á hægri kanntinu sem þeir nýttu annsi vel, það kemur bolti inní teig sem Hermann nær ekki til, boltinn berst þar til undrabarnsinns Rooney og hann smellir honum snyrtilega inn, óáreittur.
Eftir þetta slökuðu englendingar aðeins á og þá fór ég að velta þvi fyrir mér hvort enska liðið væri kannski bara að slaka á og ætluðu svo að taka nokkra svona spretti og valta þannig auðveldlega yfir okkur.
Næstu minotur fengu íslendingar aðeins að senda boltann á milli í vörninni en komu honum sjaldan fram í sókn svo einhver ógn væri af, en það var svo 10 min seinna að englendingar lokuðu á alla möguleika íslenska liðsinns að fá “stig” úr þessum leik þegar Rooney fékk opið skotfæri og nýtti það vel, mér sýndist boltinn reyndar hafa viðkomu í varnarmanni en það hafði varla mikil áhrif þar sem Árni hefði varla getað komið nokkrum vörnum við hvort eð er.
Íslendingar náðu svo að laga stöðuna aðeins á 42. min þegar Indriði sigurðson sendi boltann þvert yfir vítageinn þar sem hermann skallar hann inní, þar reyndi Pétur hafliði að taka eina “alla eiður” sem gekk ekki og barst boltinn svo að lokum til Heiðars Helgusonar sem skallaði boltann yfir línuna og ísland skorar á móti englandi, varla fréttnæmt vegar slakrar frammistöðu fram að þessu.

Í seinni hálfleik komu englendingar svo með 9 ferska útileikmenn til leiks og þá hafði lýsandi það að orði að íslenska liðið ætti nu kannski betri möguleika á þvi að gera einhverjar rósir þar sem þetta væru nu slakari leikmenn, en svo var ekki, þeir fengu einfaldlega harðari útreið í seinni hálfleik þar sem þeir fá á sig 3 mörk og áttu kannski eitt eða tvö færi að marki englendinga.

Ég verð að segja eins og er að ég nenni ekki að segja eitthvað frá mörkunum í seinni hálfleik en þau voru svosem ágæt en bara í vitlaust markið.
Íslenska liðið sýndi öfugt við það sem venjan hefur verið þegar ísland hefur keppti við sterkari þjóðir og sýndu engann anda, það voru kannski 3 eða 4 tæklingar af hálfu íslendinga í þessum leik og 3 þeirra komu frá Helga sigurðsyni sem virtist vera eini maðurinn á vellinum sem langaði að vinna en ekki bara passa uppá þessar pempíur í enska liðinu.
Mér finnst þessi umfjöllun fjölmiðla um að íslenksa liðið verði að passa sig svo að stórstjörnurnar meiði sig ekki vera hreint út sagt út í hött og útaf þessu spilaði íslenska liðið þarna að þvi virtist vera bara góðgerðarleikur sem að lokum kom engum til góðs, íslenska liðið græddi bokstaflega ekkert af þessu og enska liðið lærði að þeir geta unnið minni þjóðir ef þær vilja ekki vinna, varla var það það sem þeir sóttu eftir þegar þeir báðu okkur íslendinga að spila við þá seinasta leikinn fyrir EM.
Þessi leikur var íslenskri knattspyrnu til skammar og ég tala kannski bara fyrir mig en ég vil aldrei og þá meina ég ALDREI sjá aftur fyrirsögn þar sem fyrirliði landsliðs segir “ við verðum að passa okkur að meiða þá ekki” eða eitthvað álíka. Þarna voru íslensku leikmennirnir bara að spila við enska landsliðið, ekki að reyna að vinna knattspyrnu leik né að vinna sér inn samning hjá nokkru liði.Eftir frammistöðu dagsinn hjá öllu liðinu verður árni gautur heppinn ef hann fær samning hjá Þrótti neskaupstað, og hann getur þakkað liðsfélögum sinum fyrir það.